Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
606. fundur 13. apríl 2023 kl. 10:35 - 11:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Lagður fram tölvupóstur frá Ágústi Jóhannessyni f.h. Hafnarstöðu ehf. þar sem farið fram á breytingar á a-liði í viðauka afnotasamnings um land við Brjótinn á Suðureyri, nefnt iðnaðar- og athafnasvæði B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem var undirritaður dags. 30.júní 2022.
Þann 24. apríl 2020, gerðu Ísafjarðarbær, kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1, Ísafirði og Fisherman ehf., kt. 611105-0960, Brekkustíg 7, Suðureyri með sér samning um afnot þess síðarnefnda af landi við Brjótinn á Suðureyri, nefnt iðnaðar- og athafnasvæði B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Með viðauka dags. 30.júní 2022 um framangreindan samning voru staðfest aðilaskipti að samningnum þannig að Hafnarstaðir ehf., kt. 570203-3980, Eyrargötu 7, 430 Suðureyri tók við öllum réttindum og skyldum Fisherman.
Áætlað er að framkvæmdir fari fram sem hér segir:

a. Framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í Viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. maí 2023 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2026.
b. Framkvæmdir við 2. áfanga, sbr. teikningu í Viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. maí 2026 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2031.
c. Framkvæmdir við 3. áfanga, sbr. teikningu í Viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. maí 2031 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2036

Með pósti þessum er formlega óskað eftir að framangreindum a-lið viðaukans verði breytt með eftirfarandi hætti:
a. Framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í Viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. janúar 2024 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2026.

Áætlaður framkvæmdatími skv. b. og c. lið verða áfram óbreyttir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lið a í viðauka samnings um áætlaðan framkvæmdatíma við Brjótinn á Suðureyri, nefnt iðnaðar- og athafnasvæði B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

2.Bræðratunga, 6 raðhúsalóðir - 2023010245

Lagður fram uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. 28. mars 2023, vegna breytinga á deiliskipulagi við Tunguskeið undir raðhús við götuna Bræðratungu þar sem fyrirtækið Landsbyggðarhús ehf. áforma byggingu á raðhúsum. Lóðum er fjölgað í 6 úr 5 en annars haldast öll önnur ákvæði gildandi skipulags óbreytt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar að fram fari grenndarkynning skv. 2 mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir eigendum fasteigna við Tungubraut 2, Tungubraut 4, Tungubraut 6 og Tungubraut 8.

3.Dagverðardalur 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022060023

Lagt fram erindi dags. 5. apríl 2023 frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, hjá BÓ Arkitektum f.h. lóðarhafa við Dagverðardal 2 þar sem óskað er eftir að fá að reisa frístundahús skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum og að fá að grenndarkynna teikningarnar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er deiliskipulag í gildi fyrir svæðið.

Brúttóflatarmál hússins er 186,7 fermetrar og mænishæð 3,92 metrar.

Um er að ræða lágreist hús með litlum þakhalla og lögð áhersla á að byggingin verði umhverfisvæn í hvívetna og falli vel að umhverfinu.

Húsið verður byggt úr krosslímdum timbureiningum á steyptum sökkli klætt utan með bambusklæðningu. Fyrirhugað er að setja sólarsellur á þak hússins og fá húsið umhverfisvottað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn um grenndarkynningu. Nefndin bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi samhliða vinnu við nýtt aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Í drögum að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frístundahúsum, allt að 100 fm húsi.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hlíðarvegur 4 - Flokkur 1, - 2023020031

Lagðar fram athugasemdir vegna áforma við Hlíðarveg 4 á Ísafirði. Grenndarkynning stóð yfir í rúmar 4 vikur og athugasemdafrestur var til 22. mars 2023. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum í samræmi við innkomnar athugasemdir, sem varða skuggavarp, götumynd og afstöðu bílastæðis gagnvart nærliggjandi lóð.

5.Hönnun Gamla Gæsló Ísafirði - 2022120021

Lagt fram bréf dags. 15. mars 2023, frá Sigríði Gísladóttur, einum af eigendum við Túngötu 12 á Ísafirði vegna afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. mars s.l. um að við afgreiðslu málsins hafi ábendingar sem bárust við tillöguna ekki verið teknar til greina.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að staðsetning aparólu var ákveðin samsíða lóðamörkum Gamla gæsló. Þar er meðal annars horft til öryggis, nýtingar á svæðinu og landhalla. Öryggisþátturinn skiptir afar miklu máli og með þessari staðsetningu er lítil hætta á að hlaupið sé þvert yfir rennslisleið en það er hætta á því ef önnur leiktæki eða annað sem hefur aðdráttarafl er beggja megin við aparóluna. Frá ytri brún á girðingu eru 5,5 metrar í aparóluna, það eru 3,5 metrar frá girðingu í jaðar á öryggissvæðinu og 3,64 metrar í stólpa sem heldur vírnum uppi. Að auki er runnagróður í 1,0 metra fjarlægð frá lóðamörkum milli lóðamarka og aparólu til að auka skjól og næði, bæði fyrir leikvöll og einkalóðir.

6.Sætún 9 á Ísafirði. Viðauki við lóðarleigusamning - 2023020112

Lagður fram viðauki við lóðarleigusamning vegna tilfærslu á lóðarmörkum við Sætún 7 og Sætún 9 á Ísafirði skv. uppmælingum. Jafnframt lagðar fram byggingarnefndarteikningar fyrir Sætún 7 frá 1963 og Sætún 9 frá 1960 þar sem lóðarmörk koma fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á viðauka lóðarleigusamnings við Sætún 9 á Ísafirði.

7.Engjavegur 28 L138199, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2023030111

Lögð fram umsókn frá Kristínu B. Oddsdóttur, eiganda fasteignarinnar Engjavegs 8, dags. 17. mars 2023 um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir L138199 Engjaveg 28 á Ísafirði, ásamt mæliblaði tæknideildar frá 3. apríl 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi við Engjaveg 28 á Ísafirði.

8.Skipagata 1, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2023040019

Lögð fram lóðarumsókn dags. 27. mars 2023 frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. vegna lóðarinnar við Skipagötu 1 á Suðureyri, undir hús með léttri framleiðslu. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 20. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Nostalgíu ehf. lóðina við Skipagötu 1, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Stefnisgata 10, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2023040020

Lögð fram lóðarumsókn dags. 27. mars 2023 frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. vegna lóðarinnar við Stefnisgötu 10 á Suðureyri sem er ætlað undir verkstæði/geymsluhúsnæði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 10. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Nostalgíu ehf. lóðina við Stefnisgötu 10, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 64 - 2303012F

Lögð fram fundargerð 64. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 30. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?