Skipulags- og mannvirkjanefnd

604. fundur 09. mars 2023 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Valur Richter varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Lögð fram skipulagslýsing, unnin af M11 arkitektum, dags. 25. janúar 2023, vegna óska um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022 vegna svæðis Í9 í Dagverðardal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Grétar Magnússon og Hugrún Þorsteinsdóttir véku af fundi kl. 10:50

Gestir

  • Hugrún Þorsteinsdóttir - mæting: 10:30
  • Jón Grétar Magnússon - mæting: 10:30

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir stöðumati og framvinduáætlun frá Arkís, áformað er að taka það fyrir á fundi nefndarinnar 13. apríl nk.
Ólöf vék af fundi kl. 11:30

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - mæting: 11:00

3.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagður fram tölvupóstur Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 22. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna fyrispurnar um matskyldu vegna „Áframhaldandi eflingar ofanflóðavarna við Flateyri.“ Jafnframt er lagt fram skjalið “Áframhaldandi eflingar ofanflóðavarna við Flateyri, fyrirspurn um matskyldu, mat á umhverfisáhrifum,“ unnið af Verkís, dags. 01. febrúar 2023.

Umsagnarfrestur er til 22. mars 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á.
Nefndin telur að framkvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum þar sem svæðið er að mestu leiti manngert.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagt fram minnisblað frá Landmótun, dags, 01. febrúar 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna eflingar ofanflóðavarna við Flateyri. Lagt er til að gerð verði breyting á greinargerð fyrir svæði Ú20-Ú21 og Ú22 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við II. mgr. 36 gr. skipulagslaga, vegna úrbóta við ofanflóðavarnir á Flateyri.

5.Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. febrúar 2023, vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir að sett verði skipulagsákvæði þess efnis að í deiliskipulagi fyrir svæðið verði gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum sem ráðist verði í til að sporna við mögulegum neikvæðum áhrifum, hvoru tveggja á framkvæmdatíma og að framkvæmdum loknum.
Einnig er mikilvægt að öllum umsagnaraðilum og þeim aðilum sem skilað hafa inn ábendingum verði gert sérstaklega viðvart um athugunarsemdarfrest á auglýsingartíma.

6.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - 2022090091

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 23. febrúar 2023, vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, þar sem lóðinni Fjarðargötu 42 er breytt úr athafnasvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði vegna áforma um gisti- og veitingaþjónustu í húsinu.
Skipulagsstofnun beinir því til sveitarfélagsins að kynna tillögu að breytingunni með formlegum hætti, ef það er ekki gert þurfi að setja skorður á starfsemi á lóðinni, svo sem um opnunartíma veitingasölu, fjölda gistirúma og uppbyggingarheimildir til að tryggja eins og hægt er að breytingin hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun. Yfirbygging tengivirkis - 2022110032

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Mjólkárvirkjun, uppdráttur og greinargerð ásamt umhverfismatsskýrsla unninni af Verkís ehf, dags. 18. október 2022, vegna áforma við yfirbyggingu tengivirkis Landsnets hf.

Tillagan var í grenndarkynningu til 13. janúar 2023. Ein umsögn barst, án athugasemda.

Bæjarstjórn heimilaði að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Mjólkárvirkjun á fundi nr. 503, dags. 1. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagður fram tölvupóstur frá Gauta Geirssyni hjá Háafelli, dags. 27. febrúar 2023, þar sem er tilkynnt er að viðbragðsáætlun fyrirtækisins hafi verið virkjuð vegna rifu á kví í Skötufirði. Rifan kom í ljós við við reglubundið eftirlit með kvíum.
Þessi tilkynning er send á aðliggjandi veiðifélög og sveitarfélög samkvæmt verkferlum Háafells.
Lagt fram til kynningar.

10.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 27. febrúar 2023, vegna breytingar á hvíldartíma eldissvæðis Háubrúnar í Skutulsfirði.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg í sveitarfélaginu - 2023020152

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dags. 27. febrúar 2023, þar stofnunin vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg.

Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að færa þekkt menguð svæði inn í gagnagrunninn ásamt svæðum þar sem grunur er um mengun. Þessi vinna mun þó taka talsverðan tíma.

Umhverfisstofnun vill benda á að í 13. gr. reglugerðar nr. 1400/2020 kemur fram að sveitafélög skulu taka mið af gagnagrunninum við gerð skipulags.

Stofnunin vill einnig benda á að opnaður hefur verið ábendingavefur inni á gagnagátt stofnunarinnar þar sem allir geta farið inn og sent inn ábendingu um menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun.
Lagt fram til kynningar.
Mál þetta tekið inn með afbrigðum, með öllum greiddum atkvæðum.

12.Hönnun Gamla Gæsló Ísafirði - 2022120021

Lagðar fram athugasemdir sem bárust við frumhönnun Gamla gæsló á Ísafirði. Frestur til ábendinga var út janúar 2023.
Ásamt minnisblaði Verkís ehf. dags. 8. mars 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir uppfærðan uppdrátt vegna leikvallar á Gamla gæsló þar sem tekið hefur verið tillit til innkominna athugasemda á grenndarkynningatímabili.

Nefndir felur starfsmanni að leggja inn pöntun á tækjum og bjóða út framkvæmdina við að setja þau niður, í samræmi við fjárhagsáætlun.

Nefndin leggur til að lokið verði við framkvæmdir skv. uppdrættinum árið 2024 og að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna þess í fjárhagsáætlun 2024.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?