Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
603. fundur 23. febrúar 2023 kl. 10:35 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Lagðar fram umsagnir og athugasemdir við tillögu að nýju deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri, sem bárust á auglýsingartíma. Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 10. nóvember 2022 til 30. desember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur tillit til innsendra athugasemda og telur að breytingar séu óverulegar og að ekki þurfi að auglýsa uppdrátt að nýju.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram til kynningar tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. febrúar 2023, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 33/2023, „Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál.“ Umsagnarfrestur er til og með 1. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram til kynningar tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 16. febrúar 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 36/2023, „Breytingar á reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana.“ Umsagnarfrestur er til og með 2. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2023020042

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Smára Jónssyni hjá Skipulagsstofnun dags. 8. febrúar 2023 þar sem stofnunin upplýsir um ákvörðun sína um matsskyldu vegna aukningar á eldismagni, tilfærslu eldissvæðis og tegundabreytingu hjá ÍS 47 ehf. í Önundarfirði.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.
viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 10. mars 2023.
Lagt fram.

5.Aðalstræti 40 á Þingeyri. Minnkun lóðar - 2023010281

Lagður fram tölvupóstur frá 31. janúar 2023 með samþykki Þjóðkirkjunnar, eiganda einbýlishússins að Aðalstræti 40 á Þingeyri, þar sem gefnir eru eftir 293 fm. af lóðinni til Ísafjarðarbæjar. Eftir minnkun verða lóðarmörk til samræmis við önnur lóðarmörk á svæðinu. Jafnframt lagt fram nýtt mæliblað tæknideildar frá 30. janúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytt lóðarmörk fyrir Aðalstræti 40 á Þingeyri.

6.Ósk um stofnun lóðar að Vallargötu 25, Þingeyri - 2022120071

Valdís Bára Kristjánsdóttir leggur fram ósk um stofnun lóðar að Vallargötu 25 á Þingeyri. Um er að ræða svæði sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Til móts við svæðið er Aðalstræti 40. Þar eru þinglýstir eigendur Þjóðkirkjan. Hefur Þjóðkirkjan samþykkt að gefa eftir hluta lóðar svo unnt sé að koma fyrir lóð á Vallargötu 25, sambærilegum þeim sem fyrir eru í götunni.
Jafnframt er lagt fram lóðarblað tæknideildar frá 31. janúar 2023 vegna óska um stofnun lóðar við Vallargötu 25 á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að stofna lóð við Vallargötu 25 á Þingeyri sem verður síðan auglýst á lóðarlista sveitarfélagsins.

7.Sundstræti 31A, Ísafirði. Umsókn um viðbótarlóð við eignarland - 2023010274

Lögð fram umsókn um viðbótarlóð við Sundstræti 31a á Ísafirði. Lóðin er skráð eignarland 53 m² og mun við viðbótina stækka um 68,0 m². Jafnframt lagt fram mæliblað unnið af Verkís 18. janúar 2023 ásamt minnisblaði tæknideildar frá 21. febrúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd kallar eftir upprunaafsölum vegna landréttinda við Sundstræti 31A.

8.Kirkjuból 3 L138013 mhl. 03. Fyrirspurn um viðbyggingu - 2023010270

Sigurður Óskarsson leggur fram fyrirspurn f.h Kubbs ehf. vegna viðbyggingar við húsið að Kirkjubóli 3. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís dags. 15.01.2023. Þar sem húsið er innan hættusvæðis ofanflóða óskar byggingarfulltrúi eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn frá Veðurstofu Íslands.

9.Urðarvegur 47 á Ísafirði. Ósk um lóðarleigusamning - 2023020093

Lagður fram tölvupóstur dags. 13. febrúar 2023 frá Höllu Björgu Evans hjá Ríkiskaupum þar sem óskað er eftir lóðarleigusamningi undir fasteignina við Urðarveg 47 á Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 20. febrúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Urðarveg 47, í samræmi við framlögð gögn.

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 62 - 2212010F

Lögð fram fundargerð 62. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

11.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 63 - 2302001F

Lögð fram fundargerð 63. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?