Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
602. fundur 09. febrúar 2023 kl. 10:30 - 12:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagður fram tölvupóstur, dags. 12. janúar 2023, frá Jóni Smára Jónssyni hjá sviði umhverfismats Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar hjá Ísafjarðarbæ vegna tilkynningar Hábrúnar um styttingu hvíldartíma eldissvæðis fyrirtækisins í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila.

2.Ósk um leyfi til jarðhitaleitar í Tungudal - 2023020016

Lagður fram tölvupóstur frá Elenu Dís Víðisdóttur f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. dags. 2. febrúar 2023, ásamt greinargerð með skýringaruppdráttum, þar sem óskað er leyfis fyrir borun á þremur rannsóknarholum í Tungudal í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmdir vegna borunar rannsóknahola í Tungudal í Skutulsfirði. Um er að ræða þrjár rannsóknarholur.
Haga þarf framkvæmdum þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki og frágangur á svæðunum við lok borunar verði með þeim hætti að framkvæmdasvæðið verði ekki í lakara ástandi en það er nú.
Hafa skal samráð við forstöðumann skíðasvæðis áður en farið er í fyrirhugaða borun á plani skíðasvæðisins í Tungudal.

3.Eyrargata 11 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2023010069

Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. dags. 6. janúar 2023, þar sem er sótt um byggingalóðina Eyrargötu 11 á Suðureyri. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 17. janúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Eyrargötu 11 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

4.Bræðratunga 2-10, umsókn um raðhúsalóð - 2023010245

Lagður fram tölvupóstur frá Indriða Þresti Gunnlaugssyni f.h., Landsbyggðarhúsa ehf. þar sem fyrirtækið, í samstarfi við leigufélagið Bríeti, sækir um raðhúsalóð við Bræðratungu 2-10, á Ísafirði. Lóðirnar voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins frá 27. janúar til 6. febrúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðunum við Bræðratungu 2-10 til Landsbyggðarhúsa ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Nefndin bendir umsækjanda á að breyta þarf deiliskipulagi til að aðlaga hugmyndir framkvæmdaaðila að skipulagi á framkvæmdasvæði.

5.Dagverðardalur 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022060023

Lagður fram tölvupóstur með drögum að aðaluppdráttum, dags. 5. febrúar 2023, frá Ólöfu G. Valdimarsdóttur arkitekt hjá BÓ arkitektum, með ósk um grenndarkynningu með byggingarleyfisumsókn varðandi byggingu sumarhúss við Dagverðardal 2 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn um grenndarkynningu. Nefndin bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi samhliða vinnu við nýtt aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Í drögum að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir mun minni frístundahúsum en kemur fram í meðfylgjandi uppdrætti.

6.Hnífsdalsvegur 29, Ísafirði. Fyrirspurn um viðbyggingu - 2023010273

Lögð fram fyrirspurn, dags. 12. nóvember 2022, frá Karli Arnari Arnarsyni, eiganda við Hnífsdalsveg 29 á Ísafirði, vegna 2ja hæða viðbyggingar við húsið. Jafnframt lagðar fram útlits- og afstöðumyndir af fyrirhugaðri stækkun húss, samtals 36 fm. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu og er því óskað eftir áliti nefndarinnar á áformunum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að grenndarkynna áformin fyrir aðliggjandi lóðarhafa við Hnífsdalsveg 27, Ísafirði, skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Kirkjubólsland L138012 - fyrirspurn um byggingarleyfi - 2023010067

Lögð fram fyrirspurn eigenda geymsluhúsnæðis við Kirkjubólsland fnr. 211-8994 í Engidal, Skutulsfirði, dags. 29. desember 2022, vegna áforma um viðbyggingu.
Jafnframt lögð fram umsögn Magna Hreins Jónssonar hjá Veðurstofu Íslands vegna þess að húsnæðið er innan hættumatssvæðis B með tilliti til ofanflóða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að að byggt verði við húsið að Kirkjubólslandi L138012 en bendir á að sækja þarf formlega um byggingarleyfi.

8.Djúpvegur L138924. Umsókn um stækkun lóðar vegna viðbyggingar - 2023010269

Lögð fram umsókn frá Valþóri Atla Birgissyni hjá Búeign ehf., dags. 22. janúar 2023, þar sem óskað er eftir stækkun á lóð fyrirtækisins við Djúpveg um 2 metra, vegna áforma um viðbyggingu. Jafnframt lagðir fram aðaluppdrættir unnið af Verkís ehf. í janúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar við Djúpveg L138924. Nefndin leggur áherslu á að aðgengi að öðrum húsum á svæðinu verði ekki skert.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hlíðarvegur 4 - Flokkur 1 - 2023020031

Lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Árnasyni vegna útlitsbreytinga að Hlíðarvegi 4 á Ísafirði.
Sótt er um að minnka þakhalla og bæta við gluggum á langhliðum efri hæðar. Mænishæð eykst í kjölfarið.
Sótt er um að loka núverandi aðalinngangi og færa hann á suðurhlið húss.
Sótt er um að gera bílaplan sunnan við húsið og koma fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og er því óskað eftir áliti nefndarinnar á málinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar að fram fari grenndarkynning skv. 2 mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir eigendum fasteigna við Hlíðarveg 1, 2, 3, 5, 6 og 7, Urðarveg 2 og Túngötu 1, 3, og 5.

10.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Sigurður Jón Hreinsson mætir til fundar til að ræða um Mjólkárlínu 2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Sigurði Jóni Hreinssyni fyrir umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?