Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
599. fundur 22. desember 2022 kl. 10:30 - 11:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hönnun Gamla Gæsló Ísafirði - 2022120021

Á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var kynnt forhönnun á leikvelli á „Gamla Gæsló“ á Ísafirði, þar sem stefnt er að því að útbúa leiksvæði fyrir börn og unglinga á árinu 2023. Nefndin vísaði málinu til umsagnar í hverfisráði Eyrar og efri bæjar en það hverfisráð er óvirkt. Því tekur nefndin þetta fyrir aftur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að forhönnunin verði kynnt íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins út janúar 2023 og óskað eftir ábendingum frá almenningi.

2.Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan
Skutulsfjarðareyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lögð fram tillaga á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, dags. 2. desember 2022, uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. f.h. Ísafjarðarbæjar, ásamt umhverfismati áætlana, vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Eyrar í Skutulsfirði. Vinnslutillaga var í kynningu frá 1. júlí 2022 og einnig kynnt almenningi á opnum íbúafundi í september 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingarferlið, þar sem tekið yrði á móti athugasemdum, stendur yfir í rúmar 6 vikur. Að því loknu verður farið yfir athugasemdir sem berast innan athugasemdafrests og fjallað um þær efnislega.

3.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagt fram Strandsvæðaskipulag Vestfjarða 2022, með viðbrögðum svæðisráðs við framkomnum athugasemdum, dags. desember 2022. Tillagan var auglýst til opinberrar kynningar í samræmi við 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018 og stóð kynningartími tillögunnar frá 15. júní - 15. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Gögn stýrihóps FSRE og Ísafjarðarbæjar, vegna stækkunar á Hjúkrunarheimilinu Eyri, kynnt.
Veitukerfin eru í skoðun með hliðsjón af valkostum vegna staðsetningar viðbyggingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka afstöðu til staðsetningar viðbyggingar þegar öll gögn liggja fyrir.

5.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Verkís, dags. 8. desember 2022, þar sem farið er yfir umsagnir/athugasemdir um aðalskipulagsbreytingu vegna Mjólkárlínu 2. Í minnisblaðinu eru sett fram svör við umsögnum/athugasemdum og lögð til viðbrögð þar sem það á við.
Einnig lögð fram uppfærð skipulagsgögn í samræmi við minnisblaðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka afstöðu til erindis á 600. fundi nefndar.

6.Hafnarstræti 15 og 17 á Þingeyri- Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu - 2022090131

Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna tilfærslu á lóðarmörkum við Hafnarstræti 15 og 17 á Þingeyri, uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. 13. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á uppdrætti: bílastæði íþróttamiðstöðvar á Þingeyri, verði alveg utan lóða við Hafnarstræti 15 og 17.

7.Breiðadalur - smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

Lagt fram bréf frá deiliskipulagssviði Skipulagsstofnunar dags. 15. desember 2022, þar sem er bent á vantkanta við vinnslu á deiliskipulagi Breiðadalsvirkjunar II í Önundarfirði, sem var samþykkt af bæjarstjórn 15. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Lagt fram bréf frá deiliskipulagssviði Skipulagsstofnunar dags. 15. desember 2022, þar sem er bent á vantkanta við vinnslu á deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka í Önundarfirði, sem var samþykkt af bæjarstjórn 3. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014

Á 504. fundi bæjarstjórnar, þann 15. desember 2022, var samþykkt eftirfarandi breytingatillaga forseta:

„Forseti bæjarstjórnar leggur til við bæjarstjórn að málinu verði aftur vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í að bæjarstjórn ákvað á 498. fundi sínum sem haldin var 15. september 2022 að endurskoða deiliskipulag á Sundabakka. Bæjarstjórn telur rétt að endurskoða deiliskipulagið á Suðurtanga í heild í sinni áður en gerðir verði lóðaleigusamningar sem gætu haft áhrif á þróun svæðisins.

Jafnframt leggur forseti til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags á Suðurtanga íbúðar og þjónustusvæði sem samþykkt var 5. nóv. 2015, m.t.t. þess hvort íbúðabyggð henti á Suðurtanga samhliða þeirri starfsemi sem fyrir er og að breytingin verði unnin í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.“

Er málið nú lagt fram á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurskoðun á deiliskipulagi á Suðurtanga -íbúðar og þjónustusvæði sem samþykkt var 5. nóv. 2015. Jafnframt leggur nefndin til að íbúðarbyggð verði látin víkja fyrir léttum iðnaði og safnasvæði og útivist verði gefið meira rými í skipulaginu.

10.Hafnarstræti 24, Þingeyri. Umsókn um stöðuleyfi - 2022050134

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Jóhönnu Gunnarsdóttur, f.h. Skúla A. Elíassonar, vegna geymslugáms er stendur við Hafnarstræti 24. Stöðuleyfi vegna umrædds gáms hefur áður verið veitt.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, óskar byggingarfulltrúi eftir umjöllun skipulags- og mannvirkjanefndar um málið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna. Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

11.Seljalandsvegur 86 - Umsókn um stöðuleyfi - 2022120076

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám frá Ragnari Ágústi Kristinssyni. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu gáms.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna. Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

12.Ósk um stofnun lóðar að Vallargötu 25, Þingeyri - 2022120071

Valdís Bára Kristjánsdóttir leggur fram ósk um stofnun lóðar að Vallargötu 25 á Þingeyri. Um er að ræða svæði sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Til móts við svæðið er Aðalstræti 40. Þar eru þinglýstir eigendur Þjóðkirkjan. Hefur Þjóðkirkjan samþykkt að gefa eftir hluta lóðar svo unnt sé að koma fyrir lóð á Vallargötu 25, sambærilegum þeim sem fyrir eru í götunni.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða lóð, fundargerð framkvæmdarnefndar Kirkjunnar þar sem erindið var samþykkt þann 14.03.2022 ásamt lóðarleigusamning fyrir Aðalstræti 40 á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir staðfestum lóðaruppdrætti frá Þjóðkirkjunni. Einnig óskar nefndin eftir lóðarblaði fyrir Vallargötu 25 á Þingeyri, frá umsækjanda.

13.Bakkavegur 19-21, stofnun lóðar - 2022120047

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 7. desember 2022 vegna skilgreiningar á lóð undir Bakkaveg 19 í Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á lóðarmörkum undir Bakkaveg 19 í Hnífsdal.

14.Grundarstígur 15 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir L141129 - 2022120082

Lögð fram umsókn dags. 14. desember 2022 frá Ósk Óskarsdóttur, eiganda fasteignarinnar F2126449, Grundarstíg 15 á Flateyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 15. desember 2022 sem er unnið skv. gildandi deiliskipulagi Flateyrar frá 1998.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Grundarstíg 15 á Flateyri.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?