Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
593. fundur 03. október 2022 kl. 12:30 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá
Formaður bar upp tillögu þess efnis að taka eitt mál inn á dagskrá með afbrigðum. Var tillagan samþykkt samhljóða og málið tekið inn sem fundarliður nr. 8.

1.Umsagnarbeiðni Arnarlax - Breyting á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði - 2022090080

Á 1211. fundi bæjarráðs, þann 19. september 2022, var lagt fram erindi Jóhönnu Hrundar Einarsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13. september 2022, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna framkvæmdar Arnarlax um breytingu á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði. Umsagnarfrestur er til 12. október 2022.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila og telur að framkvæmdin kalli ekki á gerð umhverfismats.

Nefndin bendir framkvæmdaaðila á að hafa fyrirliggjandi tillögu að strandsvæðaskipulagi til hliðsjónar þegar eldissvæði eru afmörkuð.

2.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands - 2022090111

Á 1212. fundi bæjarráðs, þann 26. sept. 2022, var lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands, samþykkt á aðalfundi félagsins þann 2.-4. september 2022, þar sem skorað er á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar. Er það einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verð tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til afgreiðslu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar ályktun Skógræktarfélags Íslands til vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

3.Meltutankur á Þingeyri - staðsetning - 2022090106

Lögð fram teikning Jóhanns B. Helgasonar, f.h. Verkís, af mögulegri landfyllingu við Hafnarkant á Þingeyri vegna meltutanks.
Málið var tekið fyrir á 234. fundi hafnarstjórnar þann 27. september 2022. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu að staðsetningu meltutanks á nýrri landfyllingu og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við staðsetningu meltutanks eins og hún er sýnd á uppdrætti.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir nánari gögnum um gjaldskrárbreytingar slökkviliðs.

5.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagðar fram tillögur frá umhverfis- og eignasviði að gjaldskrám 2023. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:

Gjaldskrá byggingarleyfa og gatnagerðargjalda
Gjaldskrá skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa
Tjaldsvæði á Þingeyri
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs til samþykktar í bæjarstjórn.

6.Hafnarstræti 15 - Ósk um óverulega deiliskipualgsbreytingu - 2022090131

Lögð fram ósk Arctic Sea Farm og Jónínu Sólveigar Jónsdóttur um óverulega breytingu á deiliskipulagi við Hafnarstræti 15 og 17 á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjandi fái heimild til að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Guðmundur og Steinunn viku af fundi undir þessum fundarlið.

7.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Drög að framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs, vatnsveitu og fráveitu lögð fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar framkvæmdaáætlun til umfjöllunar í bæjarráði.

8.Fyrirspurn vegna stúdentagarða á Ísafirði - 2022100001

Kjartan Árnason leggur fram fyrirspurn f.h Háskólaseturs Vestfjarða hses vegna fyrirhugaðar byggingar stúdentagarða.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykki Skipulagsstofnunar á breytingum á deiliskipulagi er óskað eftir afstöðu nefndarinnar, um hvort byggingarfulltrúa sé heimilt að vinna málið áfram með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á áður nefndum deiliskipulagsbreytingum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að byggingarfulltrúa sé heimilt að vinna málið áfram þar sem fyrir liggur heimild bæjarstjórnar um deiliskipulagsbreytingu á reitnum.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?