Skipulags- og mannvirkjanefnd

591. fundur 29. ágúst 2022 kl. 12:30 - 13:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Með vísan í I. mgr. 35. gr. skipulagslaga 123/2010 þarf sveitastjórn í framhaldi af sveitastjórnarkosningum að taka afstöðu til endurskoðunar aðalskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila áframhald af þeirri vinnu sem hófst síðasta kjörtímabil, vegna heildarendurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir minnisblaði um stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins.

2.Hlíðarvegur 2, Ísafirði. Fyrirspurn vegna viðbyggingar - 2022080040

Lögð fram fyrirspurn frá Jóni G. Magnússyni fyrir hönd lóðarhafa við Hlíðarveg 2,400 Ísafirði. Lóðarhafi óskar eftir að byggja við hús sitt og er óskað eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndir á byggingaráformunum. Ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og kallar eftir aðaluppdráttum til grenndarkynningar.

Nefndin telur Hlíðarveg 2 vera einkennandi fyrir götumynd og yfirbragð hverfisins og beinir því til umsækjanda að horft verði til þess við hönnun mannvirkisins, bæði hvað varðar útlit og efnisval.

3.Ból Ísafjarðarbæ - Umsókn um byggingarheimild vegna geymslubyggingar - 2022070036

Jón Grétar Magnússon, fh. Fjallabóls ehf. óskar eftir heimild og efnislegri meðferð á deiliskipulagsgerð á Bóli í Önundarfirði. Lögð er fram skipulagslýsing, unnin af M11 arkitektum dags. í ágúst 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 10.000 tonn - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Rafn Beck Baldurssyni hjá Umhverfisstofnun, dags. 22. ágúst 2022 þar sem er tilkynnt um ákvörðun UST um að gefa út breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði. Breytingin felur í sér heimild til notkunar ásætuvarna. Einnig voru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni, allar breytingar má sjá í hornklofum í leyfinu.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 24. júní 2022 til og með 25. júlí 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um nýja skábraut undir björgunarskip við Flateyrarhöfn - 2022040032

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, dags. 18. ágúst 2022 þar sem er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð skábrautar á Flateyrarodda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?