Skipulags- og mannvirkjanefnd

587. fundur 30. júní 2022 kl. 12:15 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sjóferðir - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060042

Lögð fram er umsókn Stígs Berg Sophussonar um stöðuleyfi vegna bryggjuhúss Sjóferða sem staðsett hefur verið á löndunarbryggju frá árinu 2008. Um er að ræða fyrstu umsókn Stígs um stöðuleyfi vegna hússins en fyrri eigendur hafa áður hlotið stöðuleyfi vegna sama húss. Óskað er eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst ekki gegn því að stöðuleyfi verði veitt til 12 mánaða. Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda að huga að varanlegri lausn.

Nefndin vekur athygli á að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja.

2.Sundabakki - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060093

Sædís Ólöf Þórsdóttir leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna torgsöluhúss við Sundabakka. Tilgangur hússins er að þar verði seldur varningur sem eingöngu er framleiddur á svæðinu. Umsækjandi hefur ekki áður fengið stöðuleyfi vegna hússins.
Jafnframt eru lögð fram ljósmynd af húsi ásamt yfirlitsmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Óskað er eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Skipulags- mannvirkjanefndar leggst ekki gegn veitingu stöðuleyfis í þrjá mánuði. Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda að huga að varanlegri lausn.

Nefndin vekur athygli á að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja.

3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Mál er varðar skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn, Sundabakka, út frá aðgengi, öryggi og aðstöðu fyrir ferðafólk í tengslum við stækkun hafnarinnar.

Fylgigögn eru skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021, og afstöðumyndir af mögulegu skipulagi á svæðinu unnar af Glámu Kím, dags. 31. maí 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram með hafnarstjóra. Jafnframt er honum falið að ræða við lóðarhafa við Hrafnatanga um framtíðaráform þeirra.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?