Skipulags- og mannvirkjanefnd

584. fundur 11. maí 2022 kl. 08:22 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029

Lögð fram drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um land undir frístundabyggð í Dagverðardal og drög að framkvæmdaáætlun Fjallabóls ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að vinna samninginn áfram til samræmis við umræður á fundinum.

2.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði F37 undir frístundahús - 2022050043

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. maí 2022 frá Jóni Grétari Magnússyni hjá M11 hönnuðum, f.h. Hóls í firði ehf. þar sem óskað er eftir heimild Ísafjarðarbæjar fyrir því að framkvæmdaaðili megi hefja vinnu við nýtt deiliskipulag vegna fyrirhugaðra frístundahúsalóða.
Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, merkt F37. Heimilt er að reisa 5 sumarhús á svæðinu. Búið er að stofna sér lóð um svæðið sem nefnist Bakkar.
Jafnframt eru lögð fram drög að deiliskipulagi dags. 06. maí 2022, einnig lögð fram fornleifaskráning unnin af Ragnari Edvardssyni í apríl 2022 og álit Veðurstofu, dags 6. maí 2022 um bráðabirgða ofanflóðamat þar sem áhætta á svæðinu telst ásættanleg fyrir frístundahús.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu í landi Hóls í Firði vegna lóðarinnar Bakka.

3.Endurgerð brúar yfir Hesteyrará - framkvæmdaleyfi - 2022050022

Lagt fram bréf Kristínar Óskar Jónasdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 3. maí 2022, þar sem óskað er eftir heimild til endurgerðar brúar yfir Hesteyrará, í stað brúar sem skemmdist. Jafnframt lögð fram fundargerð vinnufundar dagsett 5. október 2020, afstöðumynd og teikning brúarinnar, gerð af Verkís, dagsett 22. apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem nefndin telur að um sé að ræða endurnýjun á göngubrú.

4.Verndarsvæði í byggð og húsakönnun. - 2017100040

Lögð fram lokaútgáfa á húsakönnun í Neðstakaupstað og í gamla bænum á Eyrinni, Ísafirði unnin af Braga Bergssyni, sagnfræðingi, ásamt þeim Herborgu Árnadóttur, ráðgjafa hjá Alta og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að tillaga að verndarsvæði í byggð og húsakönnun verði auglýstar samhliða sbr. 2. gr. reglugerðar 575/2016.

5.Framkvæmdaleyfi sveitarfélaga 2022 - 2022040100

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Kristínar Ágústu Björnsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 27. apríl 2022, þar sem vakin er athygli á skilyrðum tilkynningaskyldu leyfisveitenda framkvæmdaleyfa til Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Lagður fram tölvupóstur frá Antoni Helgasyni hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 26. apríl 2022, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna starfsemi Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson, Hafnarstræti 3, 425 Flateyri, tegund rekstrar: minna gistiheimili í flokki II.

Einnig lagt fram minnisblað tæknideildar þar sem kemur fram að húsið er skráð í dag sem einbýlishús á íbúðarhúsalóð en í aðalskipulagi er Hafnarstrætið á Flateyri skilgreint undir miðbæjarstarfsemi (miðsvæði M1).
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis þar sem fyrirhuguð notkun samræmist skilmálum í skipulagi.

7.Umsókn um nýja skábraut undir björgunarskip við Flateyrarhöfn - 2022040032

Lagt fram erindi dags. 11. apríl 2022 frá Magnúsi E. Magnússyni hjá Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri þar sem óskað er eftir að gera skarð í núverandi varnargarð við Flateyrarhöfn fyrir skábraut undir nýtt björgunarskip ásamt lóðarvilyrði Ísafjarðarbæjar. Flateyrarhöfn er á rýmingarsvæði B í dag og þess vegna þarf að vera möguleiki á að taka skipið uppá land þegar það ástand er viðvarandi.

Núverandi skábraut er á hættusvæði og tillaga að nýrri staðsetningu kemur helst til greina með tilliti til snjóflóðahættu og veðurfars.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir staðsetningu skábrautar með fyrirvara um samþykki siglingasviðs Vegagerðar.

8.Hafnarbakki 1 - umsókn um lóð - 2022040059

Lögð fram umsókn dags. 20. apríl 2022, frá Ómari Inga Eggertssyni sem sækir um lóð við Hafnarbakka 1 á Flateyri, jafnframt er lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 21. janúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ómar Ingi Eggertsson fái lóðina við Hafnarbakka 1, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Suðurtangi 7 - lóðamörk - 2021010063

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. apríl 2022 frá Vali Richter f.h. Rörás ehf og Tanga ehf. kaupanda að Suðurtanga 7 (verður númer 8 skv. deiliskipulagi) þar sem mótmælt er breyttum lóðarmörkum sem tóku gildi með auglýsingu með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 28.12.2015: Suðurtangi, íbúðar- og þjónustusvæði, nýtt deiliskipulag.
Skipulags- og mannvirkjanefnd kallar eftir fyrirliggjandi samningum frá umhverfis- og eignasviði.

10.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Lagður fram uppfærð afstöðumynd dags. 2. maí 2022 af Sunnuholti 5, Ísafirði, eftir að athugasemd barst í grenndarkynningarferli sem var til 21. febrúar 2022. Skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði á 581. fundi sínum að breyting yrði á þann veg að mannvirki fylgi götulínu. Byggingu er því hliðrað um 6° og tilfærsla 3m 2m frá húsi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir undirritun eigenda Sunnuholts 3, 4 og 6 á uppfærð kynningargögn sbr. 3. mgr 44. gr. 123/2010.

11.Fjarðargata 12, Þingeyri. Umsókn um lóð - 2022050024

Lögð fram umsókn Þorbergs Steins Leifssonar f.h. Sjóbátaleigunnar kt. 530608-0770, dags. 7 apríl 2022, um lóðina Fjarðargötu 12 á Þingeyri, jafnframt lagt fram lóðarblað Tæknideildar frá 25. apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Þorbergur Steinn Leifsson f.h. Sjóbátaleigunnar, fái lóðina við Fjarðargötu 12, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

12.Fjarðargata 12, Þingeyri. Umsókn um lóð - 2022050006

Lögð fram umsókn Birkis Kúld Péturssonar og Valgerðar Benediktsdóttur, dags. 1. maí 2022, um lóðina Fjarðargötu 12 á Þingeyri, jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 25. apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu og vísar í gr. 1.3 í úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?