Skipulags- og mannvirkjanefnd

583. fundur 27. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lagðar fram fimm útfærslur á formum og mögulegu gatnakerfi landfyllingar, norðan Eyrar, unnið af Verkís í apríl 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur valkost 4 vera ákjósanlegastan og leggur til að unnið verði með hann áfram.

2.Endurskoðun á reglum um lóðarúthlutanir - 2022040058

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um lóðarúthlutanir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lóðarúthlutunarreglum í samræmi við minnisblað.

3.Hundasvæði - 2018060021

Lagt fram erindi frá nokkrum hundaeiendum í Ísafjarðarbæ þar sem er ítrekuð ósk um hentuga staðsetningu hundagerðis í Skutulsfirði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði fyrra erindi, til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi sínum 26. júní 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til lóð á horni Suðurgötu og Mjósunds undir hundagerði.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?