Skipulags- og mannvirkjanefnd

572. fundur 22. desember 2021 kl. 08:15 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Gautur Ívar Halldórsson varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stafrænt aðalskipulag, gagnalýsing og leiðbeiningar Skipulagsstofnunar - 2021120011

Lagðar fram leiðbeiningar Skipulagsstofnunar varðandi gerð stafræns aðalskipulags.
Lagt fram.

2.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lögð fram tímalína frá Verkís vegna vinnu við skipulags- og matslýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna landfyllingar norðan Eyrar, ásamt umsögnum og athugasemdum við skipulags- og matslýsingu sem var kynnt opinberlega í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram.

3.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagt fram bréf Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 23. nóvember 2021, ásamt formlegri umsókn frá 25. nóvember 2021, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar „Sundabakki, dýpkun og landfyllingar 2022.“ Hnitsett teikning frá Vegagerðinni, dagsett í nóvember 2021, fylgir erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, með hliðsjón af umhverfismati og gildandi skipulagi.

4.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Verkís ehf., leggur fram tillögu á vinnslustigi f.h. Vegagerðarinnar. Um er að ræða tillögu og greinargerð dagsettar 7. desember 2021, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Breytingin felur í sér tillögu að tveimur veglínum vegna legu vegar nr. 60 yfir Dynjandisheiði og sex ný efnistökusvæði. Afmörkunin rúmar veglínur D og F úr umhverfismati Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að tillaga á vinnslustigi ásamt umhverfismati verði kynnt skv. II. mgr. 30 gr. skipulagslaga 123/2010.

5.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bolungarvíkurlínu 1 - 2021120010

Anna S. Lúðvíksdóttir, óskar eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 f.h. Landsnets vegna færslu á Bolungarvíkurlínu. Samkvæmt áformum Landsnets, verður Bolungarvíkurlínu 1 hnikað til vesturs á um 2.250 m kafla, mest um 400 m. Forsenda færslunnar er að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Fylgigögn eru gátlisti Skipulagsstofnunar vegna óverulegra aðalskipulagsbreytinga og erindisbréf dags. 6. desember 2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við II. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

6.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bolungarvíkurlínu 1 - 2021120010

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets hf. á færslu Bolungarvíkurlínu 1.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Ísafjarðarbær telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Ísafjarðarbær telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni skv. meðfylgjandi tilkynningu.

Núverandi skipulag sýnir legu línu í gegnum vatnsverndarsvæði á Breiðadals- og Botnsheiði og breytingin þess eðlis að áhrif á vatnsverndarsvæðið minnkar.

7.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072

Lögð fram drög að verndaráætlun fyrir garðinn Skrúð í Dýrafirði. Verndaráætlunin er unnin af Minjastofnun Íslands og fékk stofnunin liðsinni félagsmanna í Framkvæmdasjóði Skrúðs við að fylla inn upplýsingar um gróður, þróun og framkvæmdir í garðinum.
Haft hefur verið samband við Ísafjarðarbæ af og til í gegnum vinnslu áætlunarinnar, sem hefur því miður dregist á langinn og tekið dágóðan tíma, en nú viljum við leggja drögin formlega fyrir bæinn, sem landeiganda og einn helsta hagsmunaaðila, til umsagnar.
Í drögunum er gengið út frá því að friðlýsing garðsins verði gengin í gegn áður en verndaráætlunin verður samþykkt, en friðlýsingin er í ferli og hefur Ísafjarðarbær sent sínar athugasemdir við þau áform.

Póst þennan fá garðyrkjufulltrúi og sviðsstjóri umhverfis-og eignasviðs, en við óskum eftir því að drögunum verði komið áfram til viðeigandi aðila innan stjórnkerfis Ísafjarðarbæjar eftir því sem þörf er á.
Athugasemdir við drögin óskast send fyrir 10. desember.
Sérstaklega óskum við eftir tillögum að aðgerðum í aðgerðaáætlun, og í kjölfarið samtali um þær aðgerðir sem ákveðið verður að setja á aðgerðaáætlun fyrsta kastið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir athugasemdir við útmörk friðlýsingar, þau mörk sem sýnd eru á loftmynd eru ekki í samræmi við þinglýst gögn þegar garðinum var afsalað til Ísafjarðarbæjar. Vísað er til skjals nr. 418-F-000765/1997 og óskað er eftir því að umrædd mörk verði í samræmi við þinglýst gögn. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við áform Minjastofnunar.

8.Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingu Súðavíkurhrepps - 2021110075

Umsögn Ísafjarðarbæjar óskast vegna skipulagslýsingar skv. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2020-2032, iðnaðarsvæði innan Langeyrar og íbúðarsvæði neðan Aðalgötu.

Umsagnir óskast sendar á netfangið jbh@verkis.is eða með bréfi til Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 1, 420 Súðavík.
Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 22. desember nk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.

9.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021 - 2033 -skipulagslýsing - 2021120069

Óskað er eftir umsögn frá Ísafjarðarbæ um skipulagslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar.

Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu viðfangsefnum, forsendum, stöðu og gildandi stefnu, samráði, tímaáætlun skipulagsferlis og umhverfismati áætlunar.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og stofnunum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum.

Gögn skipulagslýsingar fyrir endurskoðun aðalskipulagsins er að finna í viðhengi.

Umsögnum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa: skipulag@dalir.is merkt „Strandabyggð-skipulagslýsing.“

Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. janúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

10.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 17. desember sl., var tekin fyrir umsókn Nemendagarða Lýðskólans, um byggingarleyfi nemendagarða við Hafnarstræti 29, Flateyri. Vegna frávika við gildandi deiliskipulag er umsókn vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem byggingarmagn er umfram hámarks nýtingarhlutfall lóðar og nær út fyrir byggingarreit.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að grenndarkynna áform skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir húseigendum að Grundarstíg 18, Grundarstíg 22, Grundarstíg 26, Hafnarstræti 27A og Ránargötu 1.

11.Fífutunga 6, 400. Umsókn um breytingu á byggingarreit - 2021110086

Freyr Björnsson, lóðarhafi Fífutungu 6 á Ísafirði, sækir um heimild fyrir óverulegri breytingu á byggingarreit með umsókn dags. 26. nóvember 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik frá deiliskipulagi við Fífutungu 6 skv. III. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

12.Kleif í Súgandafirði. Umsókn um stofnun fjarskiptalóða í landi Suðureyrar - 2021110073

Gautur Þorsteinsson hjá Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf. fyrir hönd Sýnar hf. sækir um tvær fjarskiptalóðir við Kleif í Súgandafirði, úr landi Suðureyrar L205495, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar og eru hvor um sig 100 m2 að flatarmáli. Þarna hafa lengi staðið fjarskiptamannvirki sem veita íbúum í Súgandafirði útvarps-, sjónvarps- og farsímaþjónustu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða fyrir fjarskiptamöstur Sýnar, ásamt því að heimila útgáfu lóðaleigusamninga í samræmi við meðfylgjandi lóðarblað eftir stofnun lóða.

13.Tesla 22 kw hleðslustöðvar fyrir rafbíla - 2021110076

Þorsteinn Másson hjá Bláma óskar eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna þess að Tesla í Noregi býðst til að gefa hleðslustöðvarnar. Um er að ræða 22 kw Tesla hleðslustöðvar sem opnar verða fyrir alla rafbíla. Þau sem þiggja boðið verða eigendur af stöðinni en staðsetning stöðvarinnar verður sýnileg öllum Tesla eigendum og öðrum rafbílanotendum í gegnum kortasjá og vefsíður.
Með því að fjölga hleðslustöðvum verður auðveldara fyrir rafbílaeigendur að heimsækja Vestfirði en búast má við fjölgun rafbíla í einkaeigu og bílaleigubílum á næstu mánuðum og árum. Fjölgun á hleðslustöðvum mun líka nýtast íbúum, fyrirtækjum og er í samræmi við markmið umhverfisvottunar Vestfjarða, Earth Check.
Tjaldsvæði, sundlaugar og opinberar byggingar gætu verið mjög heppilegir staðir fyrir svona stöðvar ásamt veitingastöðum, vinsælum áningarstöðum og gististöðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari gögnum.

14.Ærslabelgur á Eyrartúni, ósk um tilfærslu - 2021050070

Lagður fram úrskurður í máli númer 98/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 16. desember 2021 þar sem er vísað frá kröfu kæranda um að ærslabelgnum á Eyrartúni verði fundin önnur staðsetning.
Lagt fram.

15.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Úrskurðir nr. 54 og 74/2021 í Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála lagðir fram.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?