Skipulags- og mannvirkjanefnd

569. fundur 27. október 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Lögð fram frumdrög að staðarvalsgreiningu fyrir slökkvistöð á Ísafirði. Erla Bryndís Kristjánsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Verkís ehf. mætir til fundar um fjarfundarbúnað.
Lagt fram til kynningar.
Sigurður Jónsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar klukkan 8:15 og yfirgaf fundinn 9:25.

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyrar, fjórða áfanga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar á framangreindum drögum.

3.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi hjá Reykhólahreppi, óskar eftir umsögn um vinnslutillögu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, á fimm skipulagsuppdráttum á þremur kortablöðum og þremur þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. Gögnin eru aðgengileg á vefnum skipulagreykholahrepps.com. Þar má jafnframt finna frekari upplýsingar um verkefnið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomin gögn.

4.Selakirkjuból 2-4 L141050. Umsókn um uppskipti lands, Ból 2 - 2021100088

Kristján Óskar Ásvaldsson í umboði Fjallabóls ehf. sækir um uppskipti og stofnun lóðar í landi Seljakirkjubóls 2-4. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn F-550 ásamt samþykki landeiganda og hnitsettur uppdráttur dags. 15. október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands.

5.Selakirkjuból 2-4, Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 -Innsta Bæ. Skipulagslýsing fyrir 9 ný sumarhús - 2021100018

Landeigendur áforma byggingu frístundahúsa á jörðunum Selakirkjubóli 2-4 (L141050), Breiðadal Neðri 4 (L141041) og Breiðadal 2 Innsta Bæ (L141038) í Önundarfirði. Gert er ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á hverri jörð, samtals níu hús. Áformin skiptast á tvö deiliskipulagssvæði, annars vegar fyrir Selakirkjuból 2-4 og hinsvegar fyrir Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 Innsta Bæ. Landeigendur hafa tekið saman skipulagslýsingu fyrir hvort svæði fyrir sig í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samráð verði haft við Veðurstofuna (kafli 2.4) við gerð skipulagsins.

Hugmyndin var að svæðin yrðu ekki tekin úr landbúnaðarnotum, heldur að þau byggðu á 3ja húsa reglunni fyrir landbúnaðarsvæði á hverri jörð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði auglýst skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004

Lögð fram deiliskipulagstillaga sem Verkís ehf. vann fyrir Landsnet, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýtt yfirbyggt tengivirki á lóð 1, í landi Veðrarár-Ytri L141031. Áformin samræmast núgildandi aðalskipulagi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Ennfremur er markmiðið að gera umhverfið snyrtilegt vegna sýnileika svæðisisns. Fylgigögn eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð frá október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hafnarstræti 21, Þingeyri - Umsókn um stækkun byggingarreits - 2021100098

Viðar Magnússon sækir um stækkun byggingarreits á lóðinni Hafnarstræti 21, Þingeyri. Útveggir fyrirhugaðar byggingar myndu þá marka nýjan byggingarreit.
Óskað er eftir því að á umsóknina verði litið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi. Til vara er óskað eftir því að fyrirhuguð bygging fái að standa utan þess byggingarreits sem nú er skráður.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?