Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
564. fundur 25. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lögð fram Ákvörðun um matsskyldu frá Skipulagsstofnun dags. 17. ágúst sl. vegna framkvmæmda við ofanflóðavarnir á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi hitaveitulagnar fyrir ofan Suðureyri - 2021070006

Sölvi R. Sólbergsson f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá hitaveitutanki ofan við byggðina á Suðureyri, úteftir hlíðinni og að fiskþurrkunarfyrirtækinu Klofningi. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 2. júlí 2021, framkvæmdalýsing og uppdrættir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til grenndarkynningu fyrir íbúum Suðureyrar.

3.Grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna uppdælingar efnis við Suðurtanga, er lagt til við nefnd að móta stefnuna er varðar landnotkun á fyrirhuguðu svæði. Um er að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi. Fyrir liggja upplýsingar frá Skipulagsstofnun um að framkvæmdin muni ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að meginlandnotkunarflokkur verði íbúðasvæði, þar sem gert er ráð fyrir minniháttar þjónustu s.s. leikskólar og eða önnur skólamannvirki. Jafnframt að gert verði ráð fyrir útivist og almenningi tryggt aðgengi að sjávarsíðu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Lögð fram ákvörðun um matsskyldu frá Jakobi Gunnarssyni hjá Skipulagsstofnun, dagsett 14. júlí 2021, vegna efnistöku og landfyllingar við Brjótinn á Suðureyri.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 23. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Brjóturinn, Suðureyri. Framkvæmdaleyfisbeiðni vegna landfyllingar. - 2021080006

Elías Guðmundsson f.h. Fisherman ehf. sækir um leyfi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við landfyllingu við Brjótinn, Suðureyri. Fylgigagn er undirrituð beiðni sem barst með tölvupósti 27. júlí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna landfyllingar við Brjótinn á Suðureyri í samræmi við innsend gögn og skipulagsforsendur.

6.Arnarfjörður - lagning jarðstrengs og sæstrengs milli Mjólkár og Bíldudals - 2021050062

Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar lagningar 66 kV jarðstrengs og sæstrengs yfir Arnarfjörð, að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

7.Suðurtangi-Neðstafjara. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámaíbúðir - 2021060083

Úlfur Úlfarsson sækir um stöðuleyfi við Neðstafjöru í Suðurtanga undir íbúðargáma. Svæðið er skilgreint í dag sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi. Fylgiskjöl eru uppdráttur unninn af Tækniþjónustu Vestfjarða sem sýnir afstöðu, snið og grunnmynd, sem barst með umsókn 21. júní 2021 og minnisblað Tæknideildar frá 22. júní 2021 ásamt gildandi deiliskipulagi svæðisins frá 2014. Til vara er svæði Í5 á uppfyllingu við slökkvistöð. Gámahúsin eiga að hýsa háskólanemendur næsta vetur vegna húsnæðiseklu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi þar sem hugmynd um gámabyggð samræmist ekki skipulagsforsendum.

8.Ærslabelgur á Eyrartúni, ósk um tilfærslu - 2021050070

Lagt fram afrit af stjórnsýslukæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, móttekin 25. júní sl. ásamt fylgigögnum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara kæru.

9.Sjávargata 12, Þingeyri. Ósk um deiliskipulagsbreytingu - 2021060013

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu Þingeyrar skv. 2.mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, vegna lóðarinnar við Sjávargötu 12 á Þingeyri. Breytingin snýr að rýmkun á byggingarheimildum, breyttu nýtingarhlutfall lóðar,
byggingareitur á uppdrætti stækkar í samræmi við skilmála og færist vestar á lóð. Fylgigögn eru uppdráttur frá 4. júní 2021 og umsögn Vegagerðarinnar vegna veghelgunarsvæðis stofnvegar.
Nefndin óskar eftir frekari gögnum, skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

10.Hafnarstræti 24, Þingeyri. Lóðamál - 2021070017

Lagt fram erindi til kynningar frá Birni Jóhannessyni hrl. f.h. Skúla Elíasarsonar, þinglýsts eigenda að fasteigninni við Hafnarstræti 24 á Þingeyri, þar sem óskað er eftir skýringum á misræmi lóðarmarka miðað við þinglýstan lóðarleigusamning og í gildandi deiliskipulagi Þingeyrar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindi.

11.Pólgata 1, Ísafirði. Ósk um breytta notkun húsnæðis - 2021070021

Elín Marta Eiríksdóttir og Ólafur Sölvi Eiríksson hjá Fljóti ehf., sækja um heimild til að breyta fasteigninni að Pólgötu 1 á Ísafirði sem er nú skráð sem skrifstofuhúsnæði yfir í 4 íbúðir og atvinnurými sem yrði með aðalinngang frá Hafnarstræti. Fylgigögn eru erindisbréf dag. 25. júní 2021, greinargerð og aðaluppdrættir unnið af Tækniþjónustu Vestfjarða frá júní 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

12.Túngata 12, L141383 Suðureyri - 2021080013

Aðalsteinn Egill Traustason og Tara Óðinsdóttir sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Túngötu 12 á Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn frá 10. ágúst 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 11. ágúst 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 12 á Suðureyri.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?