Skipulags- og mannvirkjanefnd

558. fundur 14. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gautur Ívar Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Verkís leggur fram skipulags- og matslýsingu dags. í mars 2021, f.h. Vegagerðarinnar. Jafnframt er óskað heimildar bæjaryfirvalda til þess að hefja málsmeðferð á vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Aðalskipulagsbreytingin nær yfir um 11 km langan kafla Vestfjarðarvegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. VII kafla skipulagslaga 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, vegna veglagningar Vestfjarðavegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.

2.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lögð fram breyting á gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Fylgigögn eru gjaldskrá ódagett og minnisblað Sigurðar A. Jónssonar slökkviliðsstjóra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

3.Gámar og lausafjármunir 2021-22, stöðuleyfi - 2021010022

Haraldur Júlíusson f.h. Húsasmiðjunnar, sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Æðartanga 2, Ísafirði. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa, afstöðumynd og undirrituð umsókn dags. 4. desember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við byggingafulltrúa að óska eftir útfærslu á varanlegri lausn áður en nýtt stöðuleyfi er veitt.

4.Heiðarbraut 15 (Hvammur)_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010115

Kjartan Árnason sækir um byggingarleyfi f.h Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur v. viðbyggingar á húsnæði sem og breytinga á núverandi útliti húss.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Kjartani Árnasyni dags. 21. desember 2020, byggingarleyfisumókn dags. 21. desember 2020, greinargerðir hönnuðar og gátlistar uppdrátta, ásamt umsögn Veðurstofu í tölvupósti dags. 23.02.2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform skv. 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynna skal byggingaráform fyrir eigendum húsa við Dalbraut 2, Dalbraut 4 og Dalbraut 6.
Smári Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

5.Engjavegur 7, 400. Umsókn um byggingarleyfi -dyr og verönd - 2020080018

Þann 18.september 2020 var erindið grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Þann 15.október 2020 barst athugasemd frá aðliggjandi lóðarhafa vegna málsins.
Fylgigögn eru athugasemd þinglýstra eigenda Engjavegar 9 dags. 15. október, 2020, minnisblað byggingarfulltrúa frá 29.mars, 2021 og uppdrættir frá Kjartani Árnasyni, arkitekt, dags. 31. júlí, 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur tillit til athugasemda eigenda Engjavegar 9. Breytingar skulu gerðar á sólpalli svo þær samræmist byggingarreglugerð.

6.Ránargata 2, Flateyri. Stækkun byggingarreits - 2021030083

Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri á Flateyri leggur fram fyrirspurn f.h. Litlabyli ehf. tengda fyrirhugaðri stækkun á gistiheimilinu Litlabýli, Ránargötu 2, Flateyri.
Fylgigögn eru tölvupóstur Helenu dags. 30. mars, 2021 og skýringaruppdráttur frá K.a.a. dags. 25. janúar, 2021 og minnisblað byggingarfulltrúa varðandi málið, dags. 25. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og vísar málinu inn í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

7.Dagverðardalur. Umsókn um svæði undir 9 frístundahús - 2021030107

Valþór Atli Birgisson f.h. Búaðstoðar ehf. sækir um svæði undir 9 heilsárhús sem verða leigð út í skammtímaleigu. Fylgigögn er rafræn umsókn og erindisbréf frá 4. mars 2021 og þrívíddarskissur unnar af Verkís verkfræðistofu dags. 14. febrúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að skipulagsvinna er hafin á frístundabyggð í Dagverðardal m.a. á svæðinu sem um ræðir. Hægt verður að sækja um lóðir þegar þær verða auglýstar.

8.Hesteyri-Þjónustuhús_Umsókn um byggingarleyfi - 2021030119

Kristín Ósk Jónasdóttir sækir um byggingarleyfi f.h. Umhverfisstofnunnar fyrir 47,5 m2 þjónustuhús ásamt 8 m2 salernishúsi á Hesteyri, Hornströndum.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn og ósk um afstöðu nefndarinnar til grenndarkynningar dags. 23. mars, 2021, uppdráttur og lýsing á salernishúsi ódags., aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða ódags., afstöðumynd frá Verkís dags. 16.mars, 2021 og yfirlitsmynd frá Verkís dags. 16. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að samþykki landeigenda þarf að liggja fyrir við skipulagningu lóða og byggingu húsa. Ekki er hægt að heimila grenndarkynningu fyrr en samþykki landeigenda á lóðarréttindum liggur fyrir.

9.Dagverðardalur 17, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021030120

Þórný M. Heiðarsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna 60 m2 frístundahúss ásamt 15 m2 geymsluhúsi.
Málið var grenndarkynnt þann 09. september 2019 og voru ekki gerðar athugasemdir við þá framkvæmd.
Nú stefna eigendur á það að breyta útliti húss.
Fylgigögn eru eldri aðaluppdrættir frá Einari Ólafssyni dags. 10. júlí 2019, uppfærðir aðaluppdrættir frá Teiknistofunni Örk dags. 26.febrúar 2021 og byggingarleyfisumsókn dags. 08.mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform skv. 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynna skal byggingaráform fyrir eigendum húsa á landnúmerum 190755 og 223896.

10.Flateyri, minningargarður - umsókn um lóð í fóstur - 2021040019

Kalksalt ehf. óskar eftir að taka í fóstur lóðarskika í Minningargarðinum á Flateyri. Áætlað er að rækta þar grænmeti í beitningarbölum.
Fylgigögn er tölvupóstur Sæbjargar hjá Kalksalt, dags. 11. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og kallar eftir frekari gögnum.

11.Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022

Lagðar fram breytingar á deiliskipulagi við Mávagarð á Ísafirði. Breytingarnar fela í sér stækkun á lóð A, uppskiptingu á lóð E og stofnun lóðar undir spennistöð Orkubús Vestfjarða. Auk þess hliðrast deiliskipulagsmörk lítilsháttar til samræmis við önnur deiliskipulög. Uppdrátturinn er unninn af Verkís og er dagsettur 31. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin telur að breytingar á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?