Skipulags- og mannvirkjanefnd

555. fundur 10. mars 2021 kl. 08:15 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - 2020090092

Lagt fram til kynningar álit Egils Þórarinssonar og Jóns Ágústs Jónssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 19. febrúar 2021, um mat á umhverfisáhrifum 10.000 tonna ársframleiðslu Arnarlax á laxi í Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar.

2.Efling snjóflóðavarna á Flateyri. Drög að aðgerðaráætlun - 2021020132

Lögð fram drög að frumathugunarskýrslu vegna endurskoðunar ofanflóðavarna á Flateyri árið 2020. Bæjarráð fól bæjarstjóra á 1142. fundi sínum þann 1. mars 2021, að vinna minnisblað um þær tillögur sem eru í kynningu Verkís og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar, ásamt viðauka.
Lagt fram til kynningar.

3.Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045

Skipulags- og matslýsingar fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, lagðar fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.


4.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lögð fram breyting á gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Fylgigögn eru gjaldskrá, ódagsett, og tölvupóstur Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, dagsettur 2. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum og rökstuðningi fyrir nýjum gjaldliðum.

5.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Lagt fram til samþykktar deiliskipulag fyrir jörðina Hól á Hvilftarströnd. Skipulagið hefur verið kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Engar athugasemdir bárust við skipulagið.
Tillaga var auglýst opinberlega frá og með 15. janúar 2021 til og með 1. mars 2021, skv. 41. gr. skipulagslaga. Ekki bárust neinar athugasemdir við skipulagið. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillögu áfram á Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010.

6.Skólagata 8, umsókn um byggingarleyfi - 2020090038

Byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar um hvort hæð húsa sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins, og þá hvort þörf sé á grenndarkynningu. Fylgigögn eru aðaluppdrættir að húsum Skólagötu 5, 8 og 10 ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Vallargata 3, umsókn um byggingarleyfi - 2020110042

Niðurstöður grenndarkynningar kynntar.
Með hliðsjón af þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaframkvæmda að Vallargötu 3, Flateyri, þá tekur nefndin afstöðu með hagsmunaaðilum út frá innsendum athugasemdum, þar sem töluverð grenndaráhrif eru á íbúa við Vallargötu 1 og Brimnesveg 14.
Framkvæmdaraðila er bent á að skoða aðrar lausnir svo sætta megi sjónarmið við hagsmunaaðila.
Fylgiskjöl:

8.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Niðurstöður grenndarkynningar kynntar.
Með hliðsjón af þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu stækkunar byggingarreits Hafnarbakka 3, Flateyri, þá tekur nefndin ekki afstöðu út frá innsendum athugasemdum.

9.Æðartangi 8, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020104

Garðar Sigurgeirsson hjá Skeiði ehf. sækir um lóð undir atvinnuhúsnæði við Æðartanga 8, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 18. febrúar 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 28. ágúst 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðina Æðartangi 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Æðartangi 10, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020105

Garðar Sigurgeirsson hjá Skeiði ehf. sækir um lóð undir atvinnuhúsnæði við Æðartanga 10, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 18. febrúar 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 28. ágúst 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðina Æðartangi 10, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

11.Seljaland 18, Ísafirði. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2021020131

Aron Svanbjörnsson og Fanney Rósa Jónsdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 18 við Seljaland á Ísafirði.
Eins óska umsækjendur um að felld verða niður gatnagerðargjöld.
Fylgigögn er umsókn sem barst rafrænt 17. febrúar 2021 og mæliblað lóðar, ódagsett skv. gildandi deiliskipulagi frá 28.apríl 2011.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Aron Svanbjörnsson og Fanney Rósa Jónsdóttir fái lóðina Seljaland 18, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ósk um niðurfellingu gatnargerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

12.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041

Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um lóð undir atvinnuhúsnæði við Sjávargötu 12, Þingeyri. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn frá 4. febrúar og mæliblað Tæknideildar frá 18. mars 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon fái lóðina Sjávargötu 12, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Daníel Jakobsson víkur af fundi 09:15

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?