Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
544. fundur 23. september 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Óskað umsagnar nefndar, í samræmi við 460. fund bæjarstjórnar, þann 3. september sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar um að ekki sé tímabært að sameina nefndirnar.
Nefndin kallar einnig eftir útfærslu á störfum nýrrar nefndar. Nefndin telur að miðað við umfang og fjölda mála á dagskrá funda, þá er full þörf á tveimur nefndum. Nefndin sér ekki að málum hafi fækkað síðan Skipulags- og mannvirkanefnd var skipt upp í þær tvær nefndir, sem nú starfa, vegna anna fyrri nefndar.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Skipulagsfulltrúi óskar eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd vinni uppfærslu á stefnumörkun sveitafélagsins í skipulagsmálum, sem og umhverfis- og framkvæmdamálum.
Fylgigögn eru:
Aðalskipulag Ísafjarðar 2008-2020
Skipulagsuppdrættir aðalskipulags 2008-2020
Skipulagslýsing fyrir skipulagið 2020-2032, dags. 19.03.2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd er falið að rýna þá kafla sem fjalla um skipulags- og mannvirkjamál.

3.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og deiliskipulagi vegna Sundstræti 36 til 38 - 2020020003

Gunnar P. Eydal hjá Verkís hf. sækir um f.h. Hraðfrystihússins Norðurtanga ehf. og Kerecis hf. um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Óskað er eftir því að gert verði ráð fyrir rekstri hátækniseturs með sérbúnum rannsóknarstofum á hluta lóðar við Sundstræti 36 á Ísafirði. Einnig er óskað eftir heimild frá Ísafjarðarbæ til að
vinna deiliskipulagsbreytingu samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Fylgigögn eru umsóknir frá 4. sept s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulagsbreytingu samhliða varðandi Sundstræti 36, Ísafirði.
Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís kom inná fund undir þessum lið.

4.Íþróttasvæði á Torfnesi - Breyting á Deiliskipulagi - 2017030092

Deiliskipulagsbreyting fyrir íþróttasvæði á Torfnesi var samþykkt í sveitarstjórn 3. maí 2018. Með hliðsjón af fyrirhuguðum framkvæmdum á skipulagsvæðinu þarf að breyta deiliskipulaginu með tilliti til hæð á fyrirhuguðu fjölnotahúsi, þakhalla og þakkanti.
Nefndin frestar erindinu og óskar eftir að skipulagsfulltrúi afli frekari gagna varðandi málið. Nefndin leggur til að aukafundur nefndarinnar varðandi málið verði haldin hið fyrsta.

5.Reiðvöllur við Kaplaskjól. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020080034

Gögn lögð fram vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir reiðvöll við Kaplaskjól í Engidal, sem kallað var eftir á 542. fundi í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Málinu frestað.
Anton Helgi Guðjónsson vék af fundi undir þessum lið.

6.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Anton Helgi Guðjónsson hjá Vestfiski Flateyri ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Hafnarbakka 8. Hann verður nýttur undir búnað fyrir plötufrysta. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 8. sept. s.l., loftmynd af staðsetningu og samþykki Arctic Fish sem lóðarhafa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?