Skipulags- og mannvirkjanefnd

543. fundur 09. september 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Látrar Aðalvík - Óleyfisbygging og landrask 2020 - 2020080062

Lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Ósk Jónasdóttur hjá Umhverfisstofnun dags. 28 ágúst 2020 vegna óleyfisframkvæmdar í landi Látra í Aðalvík.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við bæjarlögmann.

2.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Umsókn Jóns Grétars Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf., um lóð við Hafnarstræti, hafnarsvæðinu á Þingeyri, undir meltubirgðatank sem er safnað úr laxeldiskvíum.
Til vara er sótt um á geymslusvæði við Sjávargötu 4. Bæði svæðin eru á hafnarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti dags 6. apríl 2020 og skýringaruppdrættir dags. 5. apríl 2020.

Málinu var vísað til hafnarstjórnar sem tók það fyrir á 211. fundi sínum þann 27. apríl sl.

Bókun hafnarstjórnar:

Umræður fóru fram um þriðja valkost staðsetningar sem er á uppfyllingu norðan löndunarkants.

Hafnarstjórn vísar umsókninni aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar og íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til umsagnar.
Erindi frestað.

3.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041

Lagt fram til kynningar deiliskipulag fyrir Tjarnarreit á Þingeyri, unnið af Verkís 2020.
Fylgigögn eru:
Deiliskipulagsuppdráttur, dags. 9. júní 2020.
Geinargerð deiliskipulags, dags. 9. júní 2020.
Deiliskipulag lagt fram til kynningar.

4.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lagt fram til kynningar breytingartillaga Verkís á svæði við sjóvarnargarðinn Sundstræti. Lagt er til að breyta skipulagi þannig að í stað stofnbrautar komi göngustígur.
Fylgiskjöl eru
Skipulagsuppdráttur Verkís, dags. 04. 09. 2020.
Samþykkt bæjarstjórnar á breytingunni, dags. 25. 09. 2019
Tillaga lögð fram til kynningar.

5.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063

Lagt er fram minnisblað Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Verkís, dags. 13.11.2019 um breytingar á deiliskipulagi Dagverðardals sem fellt var úr gildi vegna formsgalla 2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila skipulagsvinnu.

6.Hafnarbakki 8, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020080024

West Seafood ehf. sækir um gerð lóðarleigusamnings undir fasteignirnar við Hafnarbakka 8, Flateyri. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn dags. 4. ágúst sl. og mæliblað tæknideildar frá 1. september sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Hafnarbakka 8.

7.Grundarstígur 16, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080004

Orkubú Vestfjarða ohf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Grundarstíg 16, Flateyri. Fylgiskjöl eru tölvupóstur frá 4. ágúst sl. og mæliblað Tæknideildar frá 1. september 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 16, Flateyri.

8.Grundarstígur 22, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080035

Bryndís Sigurðardóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir fasteignina að Grundarstíg 22, Flateyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 20.08.2020 og mæliblað Tæknideildar dags. 4.09.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 22.

9.Sætún 9, umsókn um lóðarleigusamning - 2020080055

Agnes Kristín Aspelund sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Sætún 9, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 27. ágúst s.l. og mæliblað Tæknideildar frá 7. september s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Sætún 9.

10.Sætún 5, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020090016

Sigrún Stefánsdóttir sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Sætún 5, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 1. september sl. og mæliblað Tæknideildar frá 7. september sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Sætún 5, Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?