Skipulags- og mannvirkjanefnd

542. fundur 26. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Vestfjarðavegur (60) Búðavík um Meðalnes langleið að Mjólká - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020070066

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til byggingar hluta Vestfjarðarvegar (60) frá Búðavík í Dynjandisvogi að Mjólká. Einungis er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegkaflanum frá Búðavík um Meðalnes, langleiðina að Mjólká.
Fylgigögn eru: Umsókn Vegagerðarinnar, dags. 10. júlí, 2020.
Álit um mat á umhverfisáhrifum frá Skipulagsstofnun dags. 3. júlí, 2020.
Teikningahefti, Búðavík-Mjólká dags. júlí, 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við Bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. 15 gr. skipulagslaga 123/2010.

2.Lýðheilsa og skipulag - 2020070070

Lögð er fram til kynningar skýrslan LÝÐHEILSA OG SKIPULAG, sem ALTA vann fyrir Skipulagsstofnun árið 2020.
Þar er dregið fram efni úr nýlegum heimildum um tengsl umhverfis, skipulags og lýðheilsu.
Lagt fram til kynningar.

3.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Skv. bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 17. apríl, óskar nefndin eftir styrk- og veikleikagreiningu á staðarvali fyrir nýja slökkvistöð. Skipulagsfulltrúi hefur haft samband við Verkís varðandi vinnslu á staðarvalsgreiningu. Óskað er eftir áliti nefndarinnar á því hversu ítarlega staðarvalsgreiningin á að vinnast.
Fylgiskjöl eru minnisblað Verkís og tölvupóstur dags. 2.6.2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Rafhleðslustöðvar á Ísafirði - 2020050004

Skv. ósk skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 10. júní, 2020, leggur Þórður Skúlason f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. fram frekari gögn varðandi rafbílahleðslustöð sem Orkubúið áætlar að reisa á bæjarlandi Ísafjarðar.
Fylgigögn eru:
Teikningar af sökkli
Teikningar af skýli
Greinargerð um útfærslu og fyrirkomulag rafhleðslustöðva með dæmum um sambærileg skýli á Vestfjörðum.
Yfirlitsmynd yfir valkost nr. 3 af 3 sem sótt var um í upphafi.
Erindi frestað.

5.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Arctic Protein ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir meltutank við Hafnarstræti 21, Þingeyri. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 24. júlí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi á lóðinni Hafnarstræti 21, Þingeyri, til eins árs. Nefndin bendir jafnframt á að formleg umsókn um lóðina þurfi að berast nefndinni og að ekki er heimilt að hefja starfsemi fyrr en byggingarleyfi er frágengið.

6.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Tankur Menningarfélag óskar eftir leyfi til að fara í deiliskipulagsbreytingu á lóð Sjávargötu 16, Þingeyri. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit, eins og kemur fram á meðfylgjandi uppdrætti.
Fylgigögn eru:
Breytingartillaga á uppdrætti, dags. 28. júlí 2020.
Umsókn, dags. 22. júlí 2020.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á lóð Sjávargötu 16, Þingeyri.

7.Yfirtaka Ísafjarðarbæjar á Hafnarstræti 140836 Þingeyri - 2016110074

Gestur Guðjónsson, umhverfis- og öryggisfulltrúi Olíudreifingar ehf. óskar eftir svörum frá bæjaryfirvöldum hvort að Ísafjarðarbær geri einhverjar frekari kröfur á Olíudreifingu ehf. vegna lóðarinnar við Hafnarstræti á Þingeyri, L140836. Geymar fyrirtækisins hafa verið rifnir og fjarlægðir fyrir nokkrum árum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að gerð verði jarðvegsgreining og staðfest verði að gildi mengunar séu innan marka.

8.Neðri Breiðadalur, Önundarfirði. Umsókn um byggingarleyfi, sameining mhl - 2020070035

Hugrún Þorsteinsdóttir f.h. Halldórs Mikkaelssonar, eiganda neðra Breiðadals í Önundarfirði, sækir um breytingu á húsnæðinu þar sem þrír matshlutar eru sameinaðir í einn. Einnig að sameina allt undir sama þak norðurhluta og suðurhluta byggingar. Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn og aðaluppdrættir dags. 3. júlí s.l.
Nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna skv. 2 mgr. 44 gr. skipulagslag. Ekki er um nein grenndaráhrif af framkvæmdinni s.s. skuggavarp á lóð eða útsýnisskerðing. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.


9.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Halldór Magnússon hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. sækir um stöðuleyfi fyrir rafstöð við Hafnarstræti 19 á Þingeyri. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 29. júní s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

10.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Guðmundur Karvel Pálsson f.h. Planhúss ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gáma að Freyjugötu 6, Suðureyri. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 6. júlí s.l.
Skipulags og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi starfsemi og notkun gámanna.

11.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Björn Davíðsson hjá Snerpu ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugám bakvið bílskúr að Mjallargötu 5, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 30. júlí s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn á þeim forsendum að Mjallargata 5 er á hverfisvernduðu íbúðasvæði. Gámurinn skal fjarlægður fyrir 30. september 2020.

12.Reiðvöllur við Kaplaskjól. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020080034

Marinó Hákonarson f.h. hestamannafélagsins Hendingar, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðvallar við reiðhöllina í Engidal, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 12. ágúst 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir gögnum í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

13.Engjavegur 7, 400. Umsókn um byggingarleyfi -dyr og verönd - 2020080018

Kjartan Árnason arkitekt, sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eigenda að Engjavegi 7, Ísafirði, fyrir nýjum dyrum og verönd við suðvestur enda hússins. Fylgiskjöl eru afstöðumynd, grunnmynd, þakmynd og útlitsmyndir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grendarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að grenndarkynna þurfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

14.Hjallur v Hnífsdalsveg F211-9330. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080011

Katrín Jónsdóttir f.h. Salómons Sigurðssonar, sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir hjall á Eyrarhlíð við Hnífsdalsveg, fnr. 211-9330. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 10. ágúst s.l. og mæliblað Tæknideildar dags. 21. ágúst s.l.
Málinu er frestað.

15.Fjarðarstræti 32. - 2020060043

Björgvin Hilmarsson eigandi fasteignarinnar að Fjarðarstræti 32, Ísafirði, sækir um lóð í fóstur sem viðbót við eignalóð sína. Fylgigögn eru afmörkun á loftmynd og umsókn í tölvupósti frá 12. júní s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að gera samning um lóð í fóstur.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?