Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
541. fundur 22. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Lásvík, Súgandafirði - Leyfi til jarðhitarannsókna - 2020060104

Orkubú Vestfjarða óskar eftir leyfi Ísafjarðarbæjar til að borga tvær hitastigulsholur í Selárdal í Súgandafirði. Fylgiskjöl eru tölvupóstur dags. 19. júní 2020 og minnisblað Íslenskra orkurannsókna dags. 18. júní 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina, s.s. vegagerð að borholunum og áætlun um frágang svæðisins eftir að rannsóknum er lokið.

2.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Ketill Berg Magnússon mætir til fundarins og kynnir áform um að færa byggingarreit Olíutanksins framar á lóð Sjávargötu 16 eða s.s. nær sjó.
Lagt fram til kynningar.

3.Tjaldsvæði, Þingeyri. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar og rafmagnskassa - 2020060068

Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð og uppsetningu á þremur rafmagnskössum við tjaldsvæðið á Þingeyri. Einnig leyfi til að útbúa 10 húsbílastæði með möl og grasi við sjávarkamb, norðan megin við núverandi tjaldsvæði. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 25. maí s.l. og loftmynd með staðsetningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmdir á tjaldsvæðinu, Þingeyri.

4.Umsók um lóð Ártunga 4, Ísafirði - 2020060067

Einar Birkir Sveinbjörnsson, kt. 010585-5389, f.h. EBS Fasteignir, kt. 660618-1040, sækir um lóð fyrir íbúðarhús að Ártungu 4, Ísafirði. Fylgigögn eru umsókn dags. 10. júní 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS Fasteignir, kt. 660618-1040, fái lóð við Ártungu 4, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

5.Heimabæjarstígur 3, áður partur af Heimabæ II 2 - 2020070032

Ólafur Kristjánsson f.h. Slysavarnadeildar Hnífsdals sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Heimabæjarstíg 3, Hnífsdal. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 17.7. 2020, mæliblað Tæknideildar dags 13.7. 2020 og drög að lóðarleigusamningi með kvöðum vegna staðsetningar innan á snjóflóðahættusvæði C.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, undir fasteignina að Heimabæjarstíg 3, Hnífsdal, með þeim kvöðum sem í gildi eru varðandi viðveru á hættusvæðum.

6.Strandgata 7a, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020060052

Elías Andri Karlsson, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Strandgötu 7a, Hnífsdal. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn dags 12. júní s.l. og mæliblað Tæknideildar frá 2. júlí s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Strandgötu 7a, Hnífsdal, Ísafirði.

7.Seljalandsvegur 36, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020060113

Gísli Halldór Halldórsson og Gerður Eðvarsdóttir sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 36, Ísafirði. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn dags. 29. júní sl. og mæliblað Tæknideildar dags. 3.júlí sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 36, Ísafirði.

8.Austurvegur 7, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020070045

Finnur G. Þórðarson og Áslaug J. Jensdóttir, eigendur fasteignarinnar að Austurvegi 7, Ísafirði, sækja um gerð lóðarleigusamnings. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 13. júlí 2020 og mæliblað Tæknideildar dags. 13. júlí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Austurveg 7, Ísafirði.

9.Dagverðardalur, sandgeymsla. Umsókn um byggingarleyfi - 2020050093

Kristinn Lyngmo f.h. Vegagerðinnar í Dagverðardal sækir um byggingarleyfi fyrir sandgeymsluhús úr stálgrind sem verður flutt frá vinnusvæði Dýrafjarðarganga. Ekkert deiliskipulag er í gildi í Dagverðardal. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 28. maí 2020 og uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. frá maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna erindið með hliðsjón af 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Grendaráhrif eru óveruleg og ekki skuggavarp eða útsýnisskerðing á lóð.
Jafnframt óskar nefndin eftir að gerður verði lóðaleigusamningur við Vegagerðina.


10.Engjavegur 29, 400. Umsókn um byggingarleyfi vegna nýs glugga - 2020060062

Jónas Guðmundsson, eigandi að fasteigninni Engjaveg 29, Ísafirði, óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til að láta bæta við glugga á SA-hlið hússins. Fylgiskjal er umsókn móttekin 16. júní s.l. og teikningar frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna erindið með hliðsjón af 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11.Æðartangi 12-14-16 ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2020070064

Samúel Orri Stefánsson óskar eftir því f.h. Vestfirskra Verktaka að bæjaryfirvöld heimili breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæði. Breytingin felur í sér að lóðirnar við Æðartanga nr. 12-14 og 16 verði sameinaðar í eina lóð. Einn sameiginlegur byggingarreitur er á lóðunum þremur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga skv. II. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er vikið frá kröfum um nýtingarhlutfall, útlit eða form bygginga á viðkomandi svæði.

Fundi slitið - kl. 09:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?