Skipulags- og mannvirkjanefnd

540. fundur 24. júní 2020 kl. 08:15 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Gleiðarhjalli, mótvægisaðgerðir - 2019080049

Kynnt hönnunargögn vegna áningastaða og stíga við varnargarðana undir Gleiðarhjalla. Fylgiskjöl eru teikningar frá Verkís ehf. dags. 28. júní 2019.
Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði - 2020060050

Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Rafni Beck Baldurssyni, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 12. júní sl., þar sem vakin er athygli á auglýsingu um tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. vegna sjókvíaeldis í Arnarfirði.

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytinguna og skulu þær vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 13. júlí 2020.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að móta svar Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

3.Mjólká, Hofsárdalur -strenglagning. Ósk um framkvæmdaleyfi að gangamunna - 2020060051

Helgi Guðmundsson hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun, Arnarfirði og að Dýrafjarðagangamunna í Hofsárdal. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 11. júní s.l. og loftmynd með lagnaleið dags. 29. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðargangamunna.

4.Lyngholt 2. Umsókn um byggingarleyfi - 2020060044

Þórhallur B. Snædal sækir um leyfi til að reisa steypta girðingu og sólhýsi SV við húsið Lyngholt 2, Ísafirði og gera viðbyggingu aftan við bílskúr. Fylgigögn eru undirrituð umsókn og uppdráttur með grunnmynd og afstöðumynd ásamt samþykki nágranna eftir grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar ekki steyptan skjólvegg meðfram gangstétt bæjarins í þessari hæð með vísan í gr.2.3.5. staflið f. í byggingarreglugerð.

Kallað er eftir aðaluppdráttum vegna umsóknar um byggingarleyfi.

5.Fífutunga 4, umsókn um einbýlishúsalóð - 2020060072

Hafsteinn Sigurðsson sækir um tilbúna lóð að Fífutungu 4, Ísafirði með fyrirvara um áframhald á niðurfellingu gatnagerðargjalda í Tunguhverfi. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 19. júní 2020 og hugmyndir að væntanlegu húsi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hafsteinn Sigurðsson fái lóð við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

6.Endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkurkaupstaðar - 2019050017

Finnbogi Bjarnason, byggingarfulltrúi hjá Bolungarvíkurkaupstað, óskar eftir athugasemdum vegna lýsingar á nýju deiliskipulagi fyrir áfangastað á Bolafjalli og er í samræmi við breytt Aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020. Athugasemdafrestur er til 27. júlí n.k.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir áfangastað á Bolafjalli.

7.Hraun 3, Ingjaldssandi. Ósk um heimild til niðurrifs á minkahúsum - 2020060091

Heiða B. Birkisdóttir hjá Þorsteinshorni ehf. óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til að láta rífa tvö minkahús að Hrauni 3, Ingjaldssandi. Húsin eru illa farin eftir óveður og engin veðbönd hvíla á þeim. Fylgiskjal er tölvupóstur frá 16. júní 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurrif minkahúsa, en áréttar að sækja þarf um starfsleyfi heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Eins skal farið með niðurrifsúrgang skv. gr.15.2.4. byggingarreglugerðar.

8.Hólakot, við Núpsá í Dýrafirði. Niðurrif húss - 2020060014

Lúðvík Emil Kaaber, einn eiganda að Hólakoti á Klukkulandi, óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til að láta rífa gamalt sumarhús og geymsluhús F224-9129 á landareigninni. Lóðarleigusamningi undir húsin hefur nú þegar verið sagt upp og óskar landeigandi eftir því þetta verði sameinað Hólakotsjörðinni eftir að byggingarnar verða jafnaðar við jörðu. Fylgisköl eru umsókn með bréfi dags. 15. júní 2020 og tölvupóstur frá 4. júní 2020 með skýringarmyndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurrif sumarhúss og geymsluhúss F224-9129, en áréttar að sækja þarf um starfsleyfi heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Eins skal farið með niðurrifsúrgang skv. gr.15.2.4. byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?