Skipulags- og mannvirkjanefnd

537. fundur 15. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur Hjartar Methúsalemssonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 27. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Dýrafirði.
Erindið var tekið fyrir á 1100. fundi bæjarráðs þann 30. mars sl., þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd var falið að veita umbeðna umsögn um fiskeldi vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

2.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Lögð fram þarfagreining frá Sigurði A. Jónssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar um nýja slökkvistöð og ósk um að farið verði af stað í frumhönnun. Fylgigögn er erindisbréf og teikningasett á sambærilegu húsi Slökkviliðs Norðurþings.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir styrk- og veikleikagreiningu á staðarvali fyrir nýja slökkvistöð. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hugsanlega samstarfsaðila.

3.Stefnisgata 6, 8 og 10. Ósk um deiliskipulagsbreytingu á Suðureyrarmölum - 2019120038

Lagðar fram útlitsteikningar að iðnaðarhúsi sem fyrirhugað er að reisa við Stefnisgötu 6,8 og 10 á Suðureyri. Umsækjandi er Sigmundur Heiðar Árnason skv. umsókn dags 25. nóv. 2019 þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningu lóðanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki tekið afstöðu til erindis út frá meðfylgjandi gögnum og óskar eftir ítarlegri lýsingu á starfsemi og fyrirkomulagi á lóð. Nefndin bendir á að breyting á deiliskipulagi kallar á aðalskipulagsbreytingu samhliða.

4.Rofavörn, Pollgata - 2020020004

Lagt fram minnisblað Vegagerðar dags. 21. maí 2014, minniblaðið er unnið af hálfu Siglingasviðs, vegna sjóvarnar við Pollgötu, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir samvinnu og samráð við Vegagerð vegna tilfærslu á sjóvörn við Pollgötu, nefndin leggur áherslu á mikilvægi hönnunar vegna tengingar eyrarinnar við Pollinn.

5.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Fyrir hönd Hrafnshóls ehf., sækir Friðrik Friðriksson um deiliskipulagsbreytingu vegna Tungubrautar 2-10, Ísafirði.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.14.04.2020 og uppdráttur frá Studio F dags. 12.03.2020
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við framkvæmdaraðila.

6.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Jón Grétar Magnússon f.h. Arctic Protein ehf. sækir um lóð við Hafnarstræti, hafnarsvæðinu á Þingeyri, undir meltubirgðatank sem er safnað úr laxeldiskvíum. Til vara er sótt um á geymslusvæði við Sjávargötu 4. Bæði svæðin eru á hafnarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti dags 6. apríl 2020 og skýringaruppdrættir dags. 5. apríl 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar umsókn til hafnarstjórnar.

7.Suðurtangi 14, nýbygging. Ósk um dsk-breytingu vegna hærri byggingar - 2020040016

Mannvit fyrir hönd Hampiðjan Ísland ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæði. Sótt er um hækkun á leyfðri hámarkshæð bygginga á Suðurtanga 14 úr 8,5m í 10,5m, eða eins og hindranaflötur flugvallarins leyfir og til samræmis við hækkun á leyfilegri hámarkshæð bygginga í næsta nágrenni. Fylgiskjöl er greinargerð og uppdráttur unnið af Pálma Benediktssyni, byggingatæknifræðingi og tölvupóstur dags. 7. apríl 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Isavia.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Mávagarður A - 2020030080

Samúel Orri Stefánsson sækir um stækkun lóðar Mávagarðs A, f.h. Vestfirska Verktaka, með hliðsjón af framlögðum aðaluppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 10.03.2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna stækkunar lóðar, grenndarkynna skal fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?