Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
534. fundur 12. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100

Á 1088. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 6. janúar sl., var lagður fram tölvupóstur Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63)
Bæjarráð vísaði umsagnarbeiðni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Með hliðsjón af valkostum í frummatsskýrslu í áföngum I, II og III. Er það mat skipulags- og mannvirkjanefndar að þverun Vatnsfjarðar sé ákjósanlegasti kosturinn í leiðarvali í fyrsta áfanga þ.e. að farnar verði veglínur F2 eða F3, gera má ráð fyrir því að ásýnd í landslagi verði veruleg, hinsvegar felur umhverfismat í sér að samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið séu metin. Veglínur F2 og F3 í áfanga I munu hafa jákvæð áhrif á þá sem munu dveljast í Vatnsfirði, þar með jákvæð áhrif á útivist og ferðamennsku. Einnig má gera ráð fyrir nokkuð neikvæðum áhrifum á fornleifar og gróður við leiðarval A1 og A 3 í áfanga I.
Í áfanga II eru lagðir fram eftirfarandi valkostir þ.e. veglínur F, B2, D og E. Í samanburði valkosta er leið E frá Norðurdalsár og norður fyrir Botnshestinn þ.e. jarðgangaleiðin ákjósanlegasti kosturinn með tilliti til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Í framhaldi áfanga II er Veglína F um Dynjandisvog ákjósanleg m.t.t. umferðaröryggissjónarmiða og minna rasks á fornminjum. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að leið F verði farin um Dynjandisvog og að ásýnd framkvæmdarinnar verði lágmörkuð með mótvægisaðgerðum. Nefndin leggst gegn leiðarvali D þar sem hún uppfyllir ekki viðmið um hönnunarstaðla, þar sem forsendur framkvæmdarinnar er styrking samfélags með bættum samgöngum og með m.t.t. umferðaröryggis.
Í áfanga III: Bíldudalsvegur, Bíldudalsflugvöllur-Vestfjarðarvegur er lagt upp með veglínur x, y og z. Almenn sátt virðist ríkja á milli Vegagerðar og landeigenda með veglínu Z og leggur Vegagerðin til að sú leið verði valin. Nefndin tekur undir sjónarmið Vegagerðar.
Fylgiskjöl:

2.Æðartangi 6, lóðarúthlutun 2020 - 2019120060

Hallvarður Aspelund f.h. Nora Seafood sækir um lóð á iðnaðar og athafnasævði við Æðartanga 6, Ísafirði. Fylgiskjal er umsókn dags. 16. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nora Seafood ehf. fái lóð við Æðartanga 6, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

3.Æðartangi 8, lóðarúthlutun 2020 - 2020010044

Magnús Jónsson hjá Gömlu spýtunni ehf. sækir um lóð við Æðartanga 8 á Ísafirði. skv. meðfylgjandi umsókn dags. 17. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 8, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

4.Æðartangi 10, lóðarúthlutun 2020 - 2020010045

Magnús Jónsson hjá Gömlu spýtunni ehf. sækir um lóð við Æðartanga 10 á Ísafirði. skv. meðfylgjandi umsókn dags. 17. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

5.Æðartangi 12, lóðarúthlutun 2020 - 2020010046

Garðar Sigurgeirsson hjá Vestfirskum verktökum ehf. sækir um iðnaðarlóð við Æðartanga 12 á Ísafirði. skv. meðfylgjandi umsókn dags. 16. janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 12, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

6.Æðartangi 14, lóðarúthlutun 2020 - 2020010048

Garðar Sigurgeirsson hjá Vestfirskum verktökum ehf. sækir um iðnaðarlóð við Æðartanga 14 á Ísafirði. skv. meðfylgjandi umsókn dags. 16. janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 14, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

7.Æðartangi 16, lóðarúthlutun 2020 - 2020010047

Garðar Sigurgeirsson hjá Vestfirskum verktökum ehf. sækir um iðnaðarlóð við Æðartanga 16 á Ísafirði. skv. meðfylgjandi umsókn dags. 16. janúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 16, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

8.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057

Jóhann Birkir Helgason sækir heimild f.h. Halldóru Þórðardóttur og Sævars Óla Hjörvarssonar til þess að breyta Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæðinu á milli Seljalandsvegar 78 og 84 og gerð deiliskipulags. Sótt er um að breyta landnotkun úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 27.des. sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til 29. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en samkvæmt þeim er það á ábyrgð sveitarfélaga að annast vinnslu aðalskipulags.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Veðurstofu vegna ofanflóða á reitnum.

9.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður er fram tölvupóstur Þórðar Más Sigfússonar, skipulagsfulltrúa Árneshrepps, dags. 29. janúar sl., ásamt skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Árneshrepps og nýs deiliskipulags í tengslum við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Árneshrepps og nýs deiliskipulags vegna Hvalár.

10.Rofavörn, Pollgata - 2020020004

Lögð fram drög að minnisblaði Vegagerðar dags. 21.05.2014 ásamt þversniðum vegna fyrirstöðugarðs meðfram Pollgötu.
Skipulags- og mannvirkjanenfnd telur brýna þörf að tryggja öryggi vegferenda meðfram Pollgötu, nefndin leggur jafnframt áherslu á að útfærsla og hönnun verði í nánu samráði við bæjaryfirvöld og tekið verði tillit til ásýndar og aðgengis að Pollinum.

11.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 6m hátt samkomutjald við Harðaskálaflöt á Seljalandsdal. Tjaldið er hugsað sem viðbótarrými þegar skálinn er fullnýttur eins og á skíðagöngunámskeiðum og við mótshald.
Meðfylgjandi er umsókn um stöðuleyfi dags. 10. febrúar 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir samkomutjald á Harðaskálaflöt, ekki skal hafa viðveru að næturlagi.

Daníel Jakobsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?