Skipulags- og mannvirkjanefnd

531. fundur 11. desember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Stefnisgata 5 - 2019090004

Elías Guðmundssson sækir um lóð f.h. Nostalgíu ehf., sótt er um lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 31.08.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

2.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skólagata 8 - 2019090005

Elías Guðmundssson sækir um lóð f.h. Nostalgíu ehf., sótt er um lóð við Skólagötu nr. 8, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 31.08.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við Skólagötu 8, Suðureyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 og A-Stíg 1 verði breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.

3.Núpur - Uppskipting lóða við Héraðsskólann - 2019110067

Hafsteinn Helgason óskar eftir því f.h. HérNú ehf., að bæjaryfirvöld heimili uppskiptingu lóðarinnar Núpur Héraðsskóli L140979 í þrjár lóðir, að stofnaðar verði tvær nýjar landeignir, sbr. meðfylgjandi uppdrátt dags. okt. 2019 ásamt meðfylgjandi kvöðum. Ásamt undirrituðu eyðublaði F550 dags. 25.10.2019 og erindisbréfi dags. 25. okt. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu. Kvaðir um aðgengi að Sólvöllum og lóðum 2 og 3 og prestbústað þurfa að vera almennar.

4.Stefnisgata 4. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110006

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 4, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi í byggingunni.

5.Stefnisgata 6. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110005

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 6, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

6.Stefnisgata 8. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110004

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 8, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

7.Stefnisgata 10. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110003

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Stefnisgötu 10, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

8.A stígur 4, Suðureyrarmalir. Umsókn um lóð - 2019120036

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við A-Stíg nr. 4, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn ódags.
Ekki er hægt að úthluta lóð við A-götu 4, þar sem lóðin er ekki auglýst til úthlutunar á lóðarlista Ísafjarðarbæjar. Jafnframt vegna skörunar við þinglýst lóðarréttindi við Freyjugötu 4.

9.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Elías Guðmundsson sækir um lóð, f.h. Nostalgíu ehf., á Iðnaðar- og athafnasvæði B20 við brjótinn Suðureyri. Meðfylgjandi umsókn er erindisbréf undirritað af Jóhanni Birki Helgasyni, f.h. Nostalgíu ehf., Klofnings ehf. og Fisherman ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn með vísan í að ekki séu lóðir klárar til úthlutunar, nefndin leggur til við bæjaryfirvöld að boða framkvæmdaraðila til fundar, sbr. bréf framkvæmdaraðila dags. 06.12.2019.

10.Smiðjustígur 2. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2019110007

Sigmundur Heiðar Árnason, sækir um lóð við Smiðjustíg 2, Suðureyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til gr. 1.5 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi
í byggingunni.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?