Skipulags- og mannvirkjanefnd

529. fundur 13. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Gunnar Páll Eydal mætti til fundar kl. 09:15 og vék af fundi 09:40 undir lið 5

1.Ósk um heimild til að byggja óverulega út fyrir byggingarreit. Daltunga 3 - 2019110008

Ívar Már Valsson óskar eftir því við bæjaryfirvöld að heimila óverulegt frávik frá deiliskipulagi, úthorn íbúðarhúss nær 1.2 m útfyrir byggingarreit á lóð bakatil.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar frávik.

2.Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð. - 2009020030

Kynntur tölvupóstur dags. 30.10.2019 frá Gesti Guðjónssyn hjá Olíudreifingu ehf.

Lagt fram sem trúnaðarmál
Gögn kynnt.

3.Ofanflóðavarnir, neðan Gleiðarhjalla, endurskoðun hættumats. - 2017020148

Kynntur tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands dags. 04.11.2019 vegna endurskoðunar hættumats, vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla.
Gögn kynnt.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynntar eru gjaldskrár fyrir árið 2020 vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda ásamt gjaldskrá fyrir skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingafulltrúa og vísar gjaldskránum til bæjarráðs.

5.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. nóv. 2019 frá Gunnari Páli Eydal, vegna uppdælingar efnis við Sundabakka, Ísafirði.

Gunnar Páll Eydal mætti til fundar 09:15 og vék af fundi 09:35
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að þörf sé á frekari hæðarmælingum á Suðurtanga í framhaldi verkefnis.

6.Umsókn um stækkun á lóð, Skipagötu 15 - 2019070028

Stækkun lóðar við Skipagötu 15, Ísafirði var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum Skipagötu 17 og Tangagötu 4, sbr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010.
Frá og með 10. sept. 2019 til og með 11.okt. 2019, ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu aðliggjandi lóðahafa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar, að Skipagötu 15, ekki bárust neinar athugsemdir á grenndarkynningartímabili.

7.Landamerki milli Engidals og Korpudals, yfirlýsing - 2019110015

Guðmundur Jens Jóhannsson óskar eftir því við skipulagsyfirvöld Ísafjarðarbæjar f.h. landeigenda jarðarinnar Efri- og Neðri Engidals, að landamerki annarsvegar á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls í Korpudal, í Ísafjarðarbæ, verði staðfest. Framlögð gögn eru hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 24.10.2018 undirritaður af hálfu landeigenda, ásamt undirritaðri yfirlýsingu um landamerkin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka erindi.

8.Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Lagðir eru fram tölvupostar frá Gauta Geirssyni dags. 19.09.2019 og 27.09.2019. Í tölvupóstum er afstöðu nefndar óskað til viðbótarlóðar og einbýlishúss, í Sunnuholti á landi Góustaða, lóðin yrði Sunnuholt 5.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagður fram tölvupóstur frá Arkiteo dags. 30. okt. sl, f.h. Odin Skylift, þar sem óskað er eftir lóðum vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Gleiðarhjalla. Fylgiskjöl eru uppdrættir dags. 09.07.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu bæjarráðs til erindis.

10.Fyrirspurn Isavia um belgi í Kubba - 2019110028

Arnór Magnússon óskar eftir heimild f.h. Isavia að setja Orange belgi í Hafrafellsháls, m.t.t. staðsetninga á hindranaljósum vegna sjúkraflugs að næturlagi. Fylgigögn eru tölvupóstar dags. 07.11.2019
Nefndin samþykkir uppsetningu belgja og óskar eftir frekari upplýsingum um tegund ljósa.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?