Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
529. fundur 13. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Gunnar Páll Eydal mætti til fundar kl. 09:15 og vék af fundi 09:40 undir lið 5

1.Ósk um heimild til að byggja óverulega út fyrir byggingarreit. Daltunga 3 - 2019110008

Ívar Már Valsson óskar eftir því við bæjaryfirvöld að heimila óverulegt frávik frá deiliskipulagi, úthorn íbúðarhúss nær 1.2 m útfyrir byggingarreit á lóð bakatil.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar frávik.

2.Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð. - 2009020030

Kynntur tölvupóstur dags. 30.10.2019 frá Gesti Guðjónssyn hjá Olíudreifingu ehf.

Lagt fram sem trúnaðarmál
Gögn kynnt.

3.Ofanflóðavarnir, neðan Gleiðarhjalla, endurskoðun hættumats. - 2017020148

Kynntur tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands dags. 04.11.2019 vegna endurskoðunar hættumats, vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla.
Gögn kynnt.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynntar eru gjaldskrár fyrir árið 2020 vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda ásamt gjaldskrá fyrir skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingafulltrúa og vísar gjaldskránum til bæjarráðs.

5.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. nóv. 2019 frá Gunnari Páli Eydal, vegna uppdælingar efnis við Sundabakka, Ísafirði.

Gunnar Páll Eydal mætti til fundar 09:15 og vék af fundi 09:35
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að þörf sé á frekari hæðarmælingum á Suðurtanga í framhaldi verkefnis.

6.Umsókn um stækkun á lóð, Skipagötu 15 - 2019070028

Stækkun lóðar við Skipagötu 15, Ísafirði var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum Skipagötu 17 og Tangagötu 4, sbr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010.
Frá og með 10. sept. 2019 til og með 11.okt. 2019, ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu aðliggjandi lóðahafa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar, að Skipagötu 15, ekki bárust neinar athugsemdir á grenndarkynningartímabili.

7.Landamerki milli Engidals og Korpudals, yfirlýsing - 2019110015

Guðmundur Jens Jóhannsson óskar eftir því við skipulagsyfirvöld Ísafjarðarbæjar f.h. landeigenda jarðarinnar Efri- og Neðri Engidals, að landamerki annarsvegar á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls í Korpudal, í Ísafjarðarbæ, verði staðfest. Framlögð gögn eru hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 24.10.2018 undirritaður af hálfu landeigenda, ásamt undirritaðri yfirlýsingu um landamerkin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka erindi.

8.Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Lagðir eru fram tölvupostar frá Gauta Geirssyni dags. 19.09.2019 og 27.09.2019. Í tölvupóstum er afstöðu nefndar óskað til viðbótarlóðar og einbýlishúss, í Sunnuholti á landi Góustaða, lóðin yrði Sunnuholt 5.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagður fram tölvupóstur frá Arkiteo dags. 30. okt. sl, f.h. Odin Skylift, þar sem óskað er eftir lóðum vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Gleiðarhjalla. Fylgiskjöl eru uppdrættir dags. 09.07.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu bæjarráðs til erindis.

10.Fyrirspurn Isavia um belgi í Kubba - 2019110028

Arnór Magnússon óskar eftir heimild f.h. Isavia að setja Orange belgi í Hafrafellsháls, m.t.t. staðsetninga á hindranaljósum vegna sjúkraflugs að næturlagi. Fylgigögn eru tölvupóstar dags. 07.11.2019
Nefndin samþykkir uppsetningu belgja og óskar eftir frekari upplýsingum um tegund ljósa.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?