Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
527. fundur 09. október 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Ofanflóðavarnir í Hnífsdal - 2018060054

Á fundi bæjarráðs nr. 1022 þann 02.07.2018 var samþykkt tillaga frá fundi skipulags- og mannvirkjanefnd um að hefja deiliskipulagsvinnu vegna ofanflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal. Í framhaldi af þeirri vinnu er nú lögð fram skipulags- og matslýsing dags. 23. maí 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við 40 gr. í VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Göngustígur meðfram Hnífsdalsá - 2019080065

Jóhann Birkir Helgason f.h. Hverfisráðs Hnífsdals, sækir um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs, frá enda Bakkavegar, yfir Hnífsdalsá yfir svokallaðan Skarmpart og á landmerkjum Hrauns og Ausu, niður Eyrar og tengjast Árvöllum. Fylgigögn eru heimild landeiganda Hrauns, ásamt uppdrætti frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar og undirritað erindisbréf frá Jóhanni Birki Helgasyni f.h. Hverfisráðs dags. 1. okt. 2019
Erindi frestað

3.Umsókn um byggingarleyfi. Viðbygging við íbúðarhúsið að Gemlufalli 1 - 2019090119

Kjartan Árnason arkitekt, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við íbúðarhús að Gemlufalli 1, Dýrafirði. Sótt er um heimild til að reisa sólstofu, á steyptum sökkli og burðarvirki úr timburgrind einangruð með steinull.
Með vísan í gr. 2.3 í skipulagsreglugerð 90/2013 er erindi vísað til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki þörf á að grenndarkynna erindið með vísan í gr. 5.9.3 í skipulagsreglugerð 90/2013, framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjandans. Ekki er um breytta landnotkun, útsýni eða skuggavarp á nágranna að ræða. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

4.Umsókn um sumarhúsalóð, Tunguskóg 49 - 2019060008

Stofnun lóðar við Tunguskóg 49 var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum þ.e.a.s. lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Þ.e. lóðarhafar við Tunguskóg lóð 39 Hóll, lóð 41 Hálsakot, Lóð 48 Lækjahvammur og lóð 50 Fannardalur.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Tunguskógar 39-47 og 48 í tölvpóstum dags. 13. júlí.
Lagðir eru fram umræddir tölvupóstar ásamt minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa.

Lóðarblöð lögð fram frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, sem viðbótargögn
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir frá bústaðareigendum við bústaði nr. 47 og 48 eigi ekki rétt á sér. Umrædd bílastæði eru utan við lóðarmörk bústaðanna, aðgengi mun haldast óbreytt. Nefndin þakkar Hrafni Snorrasyni fyrir innsendar athugasemdir, tekið verður tillit til þeirra með kvöð um lagnir og stíg í lóðaleigusamning.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Inga Steinunn Ólafsdóttir fái lóð við Tunguskóg 49, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

5.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skeið 8 - 2019100014

Þórhallur B. Snædal, sækir um lóð nr. 8 við Skeiði og lóð nr. 16 til vara. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 4. otkóber 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Heiðarfell ehf. fái lóð við Skeiði 16, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Lóð nr. 8 við Skeiði hefur þegar verið úthlutað.

6.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lögð fram drög að tillögu að matsáætlun frá Verkís dagsett í október 2019. Matsáætlunin er unnin fyrir Ísafjarðarbæ og Vegagerðina vegna fyrirhugaðrar dýpkunar við Sundabakka. Skýrsluheiti er Dýpkun við Sundabakka á Ísafirði, mat á umhverfisáhrifum, drög að tillögu að matsáætlun.

Dýpkun Sundahafnar fellur undir lið 2.01 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna drög að tillögu að matsáætlun fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000
Nefndin vísar drögum að tillögu til umsagnar í Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?