Skipulags- og mannvirkjanefnd

455. fundur 27. apríl 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 10. mars 2016 til og með 22. apríl 2016. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Freyjugötu 6, sem mótmælir að lóðir hafi verið skipulagðar inn á þinglýsta lóð sem hann hefur á leigu hjá Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt að teknu tilliti til innsendrar athugasemdar og lóðir fyrir fiskihjalla sem ná inn á lóð Freyjugötu 6 verði felldar niður.

2.Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi - 2016040048

F&S Hópferðabílar ehf sækja um leyfi til þess að breyta gluggum og breyta skipulagi innanhúss, bæta við snyrtingum, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.02.2016. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni og að grenndarkynning falli niður þar sem grenndaráhrif eru óveruleg.

3.Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar á 378. fundi sínum þann 07.04.2016.
Óskað er eftir að umsækjandi skili áliti ráðherra sbr. 11. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

4.Sandar Dýrafirði, Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016040054

Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu jarðstrengs á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt er sótt um heimild landeiganda, Ísafjarðarbæjar, til að plægja strenginn í jörðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi og leyfi landeiganda til að plægja strenginn í jörðu verði veitt. Hafa skal samráð við Minjastofnun ríkisins.

5.Bakkavegur 23 - Land í fóstur - 2016040041

Kristján Loftur Bjarnason sækir um að taka spildu austanmegin við lóðina Bakkaveg 23 í Hnífsdal í fóstur. Þar hyggst hann rækta kartöflur og planta grenitrjám. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að umsækjandi taki svæðið í fóstur en hafnar ósk um að planta grenitrjám á svæðið. Mörk svæðisins verði gerð í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

6.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066

Kristín Þórunn Helgadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 7,2 fm torgsöluhús við Ísafjarðarhöfn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra. Samþykkt var að óska eftir fundi með hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar til að skoða framtíðarskipulag svæðisins með tilliti til ferðaþjónustu.

7.Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064

Plan 21 ehf. f.h. Ríkiseigna sækir um heimild til að skipta lóð Núpsskóla í 6 lóðir skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 08.04.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum húsa á svæðinu og landeigendum Núpsjarðarinnar.

8.Oddavegur 13, Flateyri - umsókn um lóð - 2016040068

Ísfell ehf. sækir um lóðina Oddaveg 13, Flateyri fyrir nótaþvottastöð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ísfelli ehf verði úthlutað framangreindri lóð með þeim reglum sem um hana gilda.

9.Efstaból í landi Neðri-Engidals - 2016040070

Teiknistofan Eik ehf. f.h. Guðmundar Jens Jóhannssonar, sækir um leyfi til að stofna sumarhúsalóð í landi Neðri-Engidals skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum.

10.Seljalandsvegur 85 fyrirspurn um stækkun - 2016040046

Helga Hausner spyr hvort heimilt yrði að byggja við Seljalandsveg 85, skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á að heimila að sótt verði um byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu.

11.Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu - 2016040071

Daníel Jakobsson, f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf. spyr hvort heimilt yrði að byggja viðbyggingu við Hótel Ísafjörð, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Óskað er eftir frekari gögnum.

12.Umsókn um rannsóknarleyfi á vatnasviði Selár í Súgandafirði - 2016040058

Orkustofnun óskar eftir umsögn um rannsóknarleyfi sbr. bréf dags. 15. apríl 2016. Umsögn þarf að berast fyrir 6. maí nk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur gögn sem fylgdu umsagnarbeiðni það ófullnægjandi að ekki sé hægt að taka ákvörðun um rannsóknarleyfi á grundvelli þeirra og óskar eftir betri gögnum.

13.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt fram svar Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna fyrirspurnar Ísafjarðarbæjar um nauðsyn lagningar þjónustuvegar vegna ofanflóðavarna í Kubba. Bæjarráð telur að lágmarka þurfi raskið og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Jóhann Birkir starfsmaður Verkís kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að fá að sjá sambærilegar hugmyndir um kláf og gerðar hafa verið fyrir vegslóða til að bera saman lausnir.

Gestir

  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 09:50

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?