Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
43. fundur 21. nóvember 2025 kl. 10:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalmaður
  • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
  • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
  • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
  • Þorsteinn Fjalar Þráinsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hættuástand við Vestfjarðagöng vegna elds - 2024090068

Lagt fram til kynningar erindi Pálma Þórs Sævarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 4. nóvember 2025, vegna öryggismála í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum.

Málið var tekið fyrir á 41. fundi nefndarinnar, þann 29. október 2024, þar sem málsatvik rútubruna, sem varð fyrir neðan Vestfjarðagöngin Skutulsfjarðarmegin þann 13. september 2024, voru rædd. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, fór yfir málavöxtu, viðbúnað slökkviliðs og verkefni.

Nefndin bókaði eftirfarandi: "Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lýsa yfir áhyggjum af öryggi vegfarenda í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum ef hættuástand skapast og til björgunaraðgerða kemur. Nefndin skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn að bæta öryggi í göngunum án tafar, s.s. með ljósastýringu, útvarps- og símasambandi, betri lýsingu og breikkun ganganna. Nefndin bendir á að ekki er um aðra leið að ræða á svæðinu vegna aflagningar vega yfir heiðarnar. Stórbruni í langferðabíl rétt við gangnamunna í Tungudal í september 2024 endurspeglar áhyggjur nefndarmanna frá opnun ganganna árið 1996."

Málið var jafnframt tekið fyrir á 42. fundi nefndarinnar, þann 9. apríl 2025, þar sem nefndin bókaði að bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar væri falið að taka upp samtal við Vegagerðina í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína um að nauðsynlegt sé að koma upp varaleið til öryggis fyrir vegfarendur og viðbragðsaðila. Þá ítrekar nefndin fyrri afstöðu sína um að koma upp ljósastýringu og síma- og útvarpssambandi sem fyrst í göngunum, auk breikkunar gangnamunna.

Nefndin felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

2.Almannavarnaræfing - hópslys Reykhólar - 2025110059

Hlynur H. Snorrason, yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Vestfjörðum, kynnir almannavarnaræfingu um hópslys á Reykhólum.
Lagt fram til kynningar.

3.Áfallaþol - fundur með AVD RLS - 2025100165

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, fer yfir fundaferð Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra um Vestfirði, en fundað var á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.

Lagðir fram til kynningar fundapunktar Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, frá fundi á Ísafirði þann 28. október 2025, auk dagskrár fundarins.
Lagt fram til kynningar.

4.Súðavíkurhreppur - aðstæður vegna vegalokana - 2024040110

Á 40. fundi nefndarinnar þann 23. apríl 2024 kynnti Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, aðgerðir í Súðavík þegar vegurinn um Súðavíkurhlíð lokast ítrekað vegna snjóflóðahættu.

Á 42. fundi nefndarinnar þann 9. apríl 2025 var málið tekið aftur á dagskrá, og fór Anna Lind Ragnarsdóttir yfir þær aðgerðir sem Súðavíkurhreppur þyrfti að leggjast í við ítrekaðar vegalokanir um Súðavíkurhlíð.

Almannavarnarnefnd fól Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps að taka saman kostnað við aðstoð við innlyksa ferðamanna vegna lokanna. Kostnaðarupplýsingar skulu svo lagðar fyrir á næsta fundi Almannavarnarnefndar.

Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Nefndin leggur til að almannavarnarnefndir á Vestfjörðum sameinist í eina nefnd fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, í samræmi við ný almannavarnarlög sem liggja fyrir Alþingi til samþykktar.

Starfsmanni falið að senda erindi til allra sveitarfélaga um sameiningu nefnda og boða til sameiginlegs fundar til umræðu.

5.Tímabundinn leigusamningur slökkviliðs í Guðmundarbúð - 2025100190

Lagður fram til kynningar tímabundinn leigusamningur slökkviliðs Ísafjarðarbæjar í Guðmundarbúð, en samningurinn er til tveggja ára, eða á meðan ný slökkvistöð á Ísafirði er í byggingu.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurnýjun samning vegna leigu á rými fyrir aðgerðastjórn - 2025100189

Lagður fram til kynningar endurnýjaður leigusamningur milli Björgunarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um rými aðgerðastjórnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Sólmyrkvi 2026 - 2025100057

Tinna Ólafsdóttir, tengiliður Ísafjarðarbæjar í samstarfshópi um Sólmyrkvahátíð Vestfjarða 2026, kynnir verkefnið fyrir nefndarmönnum og þeirri vinnu sem fyrir höndum er og tengjast almannavörnum.
Tinna Ólafsdóttir fulltrúi Ísafjarðarbæjar í undirbúningsnefnd Sólmyrkvahátíðar Vestfjarða 2026 mætir til fundarins og kynnir málið og mikilvægi þess að hugað sé að viðbragði og áætlunum viðbragðsaðila í tíma.

Nefndin ræðir um mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni saman að innviða- og öryggismálum þennan dag 12. ágúst 2026. Næst er fyrirhugaður sameiginlegur fundur allra almannavarnanefnda í kringum áramót þar sem málið verður tekið fyrir.
Tinna Ólafsdóttir yfirgaf fund kl:11:15.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir - mæting: 11:00

8.Björnis brunabangsi - 2025110058

Lagt fram til kynningar erindi Önnu Sigurðardóttur, dags. 15. ágúst 2025, þar sem upplýst er um verkefnið Björnis brungabangsa sem mun aðstoða öll slökkvilið landsins með forvarnarfræðslu inn á leikskólum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?