Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Hlynur Hafberg Snorrason óskar eftir því að taka inn eitt mál með afbrigðum. Sem yrði nr. 6 á dagsskrá, Hættuástand við Vesfjarðargöng vegna elds.
1.Samræmd úttekt vatnsveitna á Íslandi - 2025030164
Á 1319. fundi bæjarráðs, þann 24. mars 2025, var lagt fram erindi Ingvars Gýgjars Sigurðarsonar, f.h. brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 19. mars 2025, þar sem kynnt er að brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa hafið samstarf er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi. Óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ varðandi uppbyggingu, greiningu og áfallaþol veitukerfa.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í almannavarnarnefnd, og fól bæjarstjóra jafnframt að sjá um framkvæmd verkefnisins, með slökkviliðsstjóra og stjórnanda vatnsveitu.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í almannavarnarnefnd, og fól bæjarstjóra jafnframt að sjá um framkvæmd verkefnisins, með slökkviliðsstjóra og stjórnanda vatnsveitu.
Slökkviliðsstjóri fer yfir málið sem er lagt fram til kynningar.
2.Siglingar við Ísafjarðardjúp í kjölfar vegalokanna - 2024120025
Á 1306. fundi bæjarráðs, þann 9. desember 2024, var lagt fram til kynningar erindi Stígs Bergs Sophussonar f.h. Sjóferða ehf, sem barst þann 4. desember 2024, um siglingar við Ísafjarðardjúp í kjölfar vegalokanna.
Bæjarráð vísaði málinu til sameiginlegrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði málinu til sameiginlegrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttir, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er falið að svara bréfi frá Stígi Berg Sophussyni í samræmi við umræður á fundi.
3.Almannavarnaræfing - óhapp á sjó 2025 - 2025030183
Hlynur H. Snorrason, yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Vestfjörðum, kynnir almannavarnaræfingu um óhapp á sjó sem fyrirhugað er að halda 17. maí 2025.
Hlynur Snorrason fór yfir fyrirhugaða æfingu.
Mál lagt fram til kynningar.
Mál lagt fram til kynningar.
4.Súðavíkurhreppur - aðstæður vegna vegalokana - 2024040110
Á fundi nefndarinnar í apríl 2024 kynnti Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, aðgerðir í Súðavík þegar vegurinn um Súðavíkurhlíð lokast ítrekað vegna snjóflóðahættu.
Er málið nú aftur tekið á dagskrá, og fer Anna Lind Ragnarsdóttir yfir þær aðgerðir sem Súðavíkurhreppur leggst í við ítrekaðar vegalokanir um Súðavíkurhlíð.
Er málið nú aftur tekið á dagskrá, og fer Anna Lind Ragnarsdóttir yfir þær aðgerðir sem Súðavíkurhreppur leggst í við ítrekaðar vegalokanir um Súðavíkurhlíð.
Almannavarnarnefnd biður Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps að taka saman kostnað við aðstoð við innlyksa ferðamanna vegna lokanna. Kostnaðarupplýsingar skulu svo lagðar fyrir á næsta fundi Almannavarnarnefndar.
5.Tillaga að sameiningu almannavarnarnefndar norðanverðra Vestfjarða - 2019020091
Á fundi nefndarinnar árið 2023 var til umræðu að kanna vilja almannavarnarnefndar í Bolungarvíkurkaupstað til sameiningar. Nefndin fól starfsmanni almannavarnarnefndar að senda formlegt erindi til Bolungarvíkurkaupstaðar og kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.
Á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í janúar 2024 var erindi Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, tekið fyrir. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, mætti til fundar nefndarinnar sem gestur haustið 2023 og ræddi almannavarnarmál og samskipti.
Á fundi nefndarinnar í október 2024 var málinu fram haldið og bókuðu nefndarmenn að þeir sæju hagkvæmni af því ef ein nefnd væri starfandi á Vestfjörðum líkt og á mörgum öðrum stöðum á landinu. Ákvörðun var frestað til næsta fundar.
Er málinu nú fram haldið.
Á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í janúar 2024 var erindi Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, tekið fyrir. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, mætti til fundar nefndarinnar sem gestur haustið 2023 og ræddi almannavarnarmál og samskipti.
Á fundi nefndarinnar í október 2024 var málinu fram haldið og bókuðu nefndarmenn að þeir sæju hagkvæmni af því ef ein nefnd væri starfandi á Vestfjörðum líkt og á mörgum öðrum stöðum á landinu. Ákvörðun var frestað til næsta fundar.
Er málinu nú fram haldið.
Almannavarnarnefnd vill halda áfram samtali um sameiningu almannavarnarnefndar við Bolungarvíkurkaupstað og vill hefja samtal við aðrar almannavarnarnefndir á Vestfjörðum.
6.Hættuástand við Vestfjarðagöng vegna elds - 2024090068
Mál tekið inn með afbrigðum að beiðni Hlyns Hafbergs Snorrasonar.
Á fundi 29. nóvember bókaði almannavarnarnefnd eftirfarandi:
Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lýsa yfir áhyggjum af öryggi vegfarenda í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum ef hættuástand skapast og til björgunaraðgerða kemur. Nefndin skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn að bæta öryggi í göngunum án tafar, s.s. með ljósastýringu, útvarps- og símasambandi, betri lýsingu og breikkun ganganna. Nefndin bendir á að ekki er um aðra leið að ræða á svæðinu vegna aflagningar vega yfir heiðarnar. Stórbruni í langferðabíl rétt við gangnamunna í Tungudal í september 2024 endurspeglar áhyggjur nefndarmanna frá opnun ganganna árið 1996.
Umræða er því fram haldið
Á fundi 29. nóvember bókaði almannavarnarnefnd eftirfarandi:
Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lýsa yfir áhyggjum af öryggi vegfarenda í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum ef hættuástand skapast og til björgunaraðgerða kemur. Nefndin skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn að bæta öryggi í göngunum án tafar, s.s. með ljósastýringu, útvarps- og símasambandi, betri lýsingu og breikkun ganganna. Nefndin bendir á að ekki er um aðra leið að ræða á svæðinu vegna aflagningar vega yfir heiðarnar. Stórbruni í langferðabíl rétt við gangnamunna í Tungudal í september 2024 endurspeglar áhyggjur nefndarmanna frá opnun ganganna árið 1996.
Umræða er því fram haldið
Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er falið að taka upp samtal við Vegagerðina í samræmi við umræður á fundi.
Fundi slitið - kl. 14:28.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?