Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
40. fundur 23. apríl 2024 kl. 13:30 - 14:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalmaður
  • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
  • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon áheyrnarfulltrúi
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir
  • Helgi Jensson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Bæjarritari
Dagskrá

1.Farsíma- og tetrasamband á vegum Vestfjarða - 2023120061

Á fundi almannavarnarnefndar þann 12. desember 2023 var rætt um skort á farsíma- og tetrasambandi á vegum Vestfjarða og þá öryggisáhættu sem það skapar í almannavarnarástandi og við slys og óhöpp.

Nefndin bókaði eftirfarandi: Sameinuð almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps skorar á stjórnvöld að skilgreina farsímakerfi og Tetrakerfi sem mikilvægt öryggiskerfi fyrir almannavarnir á landinu. Á þjóðvegum og helstu stofnbrautum Vestfjarða er kerfið alls ekki nógu þétt sem skapar hættu við slys og óhöpp og kemur í veg fyrir að almannavarnir á svæðinu geti starfað með fullnægjandi hætti. Var bókun komið á framfæri við dómsmálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, ríkislögreglustjóra, almannavarnardeild RLS, og neyðarlínu 112.

Er nú lögð fram til kynningar Fjarskiptaáætlun Vestfjarða - úttekt á stöðu fjarskiptamála 2023-2024, unnin af Gagna ehf. fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og er samantekt upplýsinga um núverandi stöðu og væntanlegar breytingar fjarskiptamála á Vestfjörðum.
Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar Vestfjarðastofu kynnti farskiptaáætlun fyrir Vestfirði og forgangsröðun við uppsetningu nýrra Tetra senda.
Aðalsteinn yfirgaf fund kl. 13.50.

Gestir

  • Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri Vestfjarðastofu - mæting: 13:30

2.Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum - Dynjandisvogur - 2023030021

Hlynur S. Snorrason kynnir æfingu viðbragðsaðila við hópslysi í Dynjandisvogi, eða í námunda, vorið 2024.

Lög fram til kynningar viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum, sem finna má á vef almannavarnardeildar RLS.
Hlynur S. Snorrason ræddi fyrirhugaða æfingu viðbragðsaðila við hópslysi sem haldin verður einhvern dag á tímabilnu 21.-25 maí 2024, en æfingin sjálf tekur um 2-3 klst.

3.Súðavíkurhreppur - aðstæður vegna vegalokana - 2024040110

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ræðir aðgerðir í Súðavík þegar vegurinn um Súðavíkurhlíð lokast vegna snjóflóðahættu.
Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps kynnir aðgerðir sveitarfélagsins vegna ítrekaðra lokana vegar um Ísafjarðardjúp.

4.Tillaga að sameiningu almannavarnarnefndar norðanverðra Vestfjarða - 2019020091

Á fundi nefndarinnar þann 12. desember 2023 var umræða um vilja nefndarinnar til að ræða við Bolungarvíkurkaupstað um að almannavarnarnefndirnar tvær á norðanverðum Vestfjörðum sameinist, enda er aðgerðastjórn almannavarna nú orðin sameiginleg fyrir sveitarfélögin þrjú, auk annarra á Vestfjörðum. Nefndin fól starfmanni almannavarnarnefndar að senda formlegt erindi til Bolungarvíkurkaupstaðar og kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.

Á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í janúar 2024 var erindi Sigurðar A. Jónssonar tekið fyrir. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

Jón Páll Hreinsson, bæjastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, kemur sem gestur á fund nefndarinnar og ræðir almannavarnarmál og samskipti.

Jón Páll Hreinsson ræðir skipulag almannavarna í Bolungarvík og samskipti við almannavarnir Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhepps. Jafnframt rætt um tilkynningar vegna lokana á Eyrarhlíð.
Jón Pál yfirgaf fund 14.40.

Gestir

  • Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar - mæting: 13:30

Fundi slitið - kl. 14:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?