Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

37. fundur 26. apríl 2022 kl. 13:00 - 14:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Birgir Gunnarsson formaður
 • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
 • Karl Ingi Vilbergsson aðalmaður
 • Bragi Þór Thoroddsen aðalmaður
 • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
 • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
 • Guðmundur Rafn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
 • Finney Rakel Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristján Rögnvaldur Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aðvörunarljós á höfnum Flateyri og Suðureyri - 2020100085

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar 2020 var ákveðið að setja upp viðvörunarljós á höfnunum í bæjunum. Á 35. fundi nefndarinnar, þann 14. desember 2020, var staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum. Þá fól nefndin starfmanni að koma upp upplýsingaskilti við viðvörunarljósið og kanna hvort ljósið sjáist sem skyldi í öllum veðrum.

Er málið nú til umræðu með Hjörleifi Finnssyni, verkefnastjóra á Flateyri.
Nefndin telur mikilvægt að sett verði upp snjóflóðahættumatskort á Flateyri og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu ásamt Veðurstofu Íslands og Ofanflóðasjóði.

Gestir

 • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri - mæting: 13:00

2.Snjóflóðahætta - viðbragð - 2022040053

Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, mætir til fundar með almannavarnarnefnd til að ræða um snjóflóðahættu og viðbrögð við henni.
Nefndin leggur til að bætt verði við upplýsingum um snjóflóðahættu og viðbragð á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, í samstarfi við Veðurstofu Íslands.
Hjörleifur yfirgaf fund kl. 13.40.

3.Rauði krossinn í Súðavík - aðstæður við vegalokanir - 2022040054

Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur upp mál varðandi mögulegan stuðning til RKÍ deildarinnar í Súðavík, en deildin sér um að opna og manna fjöldahjálparstöð þegar vegurinn um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð lokast vegna ofanflóðahættu.

Nefndin felur sveitarstjóra Súðavíkurhrepps að taka saman þau aðföng sem þörf er á fyrir fjöldahjálparstöð í Súðavík til yfirferðar og innkaupa fyrir næsta vetur.

4.Aðstaða aðgerðarstjórnar - 2020100082

Á fundi almannavarnarnefndar þann 19. október 2020 var lögreglustjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar falið að leita eftir nýju rými fyrir aðgerðarstjórn, með auknum samlegðaráhrifum við aðra viðbragðsaðila. Var málið aftur tekið fyrir á 36. fundi nefndarinnar, þann 23. september 2021, og fól nefndin sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að ræða við forsvarsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar varðandi nýtt rými fyrir aðgerðarstjórn.

Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Nefndin felur Hlyni Snorrasyni, yfirlögregluþjóni, og Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?