Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

36. fundur 23. september 2021 kl. 14:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Birgir Gunnarsson formaður
 • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
 • Karl Ingi Vilbergsson aðalmaður
 • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
 • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
 • Andri Konráðsson aðalmaður
 • Guðmundur Rafn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
 • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
 • Kristján Rögnvaldur Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Sameinuð almannavarnarnefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar við nefndina til að ræða breytingar á Aðalskipulagi og aðkomu nefndarinnar vegna þess.
Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar kaflann um náttúru.
Ólöf Guðný yfirgaf fund kl. 14:15.

Gestir

 • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, starfandi skipulagsfulltrúi - mæting: 14:00

2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Kallað eftir upplýsingum um hvort breytingar hafi orðið á nefndarmönnum og upplýsingum þeirra, s.s. símanúmerum, tölvupóstfangi o.fl.
Upplýsingar varðandi nefndamenn til umræðu og lagt til að varamenn aðalfulltrúa yrðu jafnframt skráðir á vefsíðu sveitarfélagsins.

3.Aðstaða aðgerðarstjórnar - 2020100082

Á fundi almannavarnarnefndar þann 19. október 2020 var lögreglustjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar falið að leita eftir nýju rými fyrir aðgerðarstjórn, með auknum samlegðaráhrifum við aðra viðbragðsaðila.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að ræða við forsvarsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar varðandi nýtt rými fyrir aðgerðarstjórn.

4.Sóttvarnarhús - 2021090026

Umræður um sóttvarnahús á norðanverðum Vestfjörðum.
Umræður fóru fram.

Á norðanverðum Vestfjörðum er gert ráð fyrir opnun sóttvarnahúss teljist það nauðsynlegt.

5.Lendingarsvæði þyrlu á Ísafirði - 2021090027

Umræður um nauðsyn upphitaðs lendingarsvæðis fyrir þyrlu á Ísafirði.
Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.

Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.

6.Sjúkraflug í Ísafjarðarbæ - 2008110020

Umræður um stöðu flugvalla á norðanverðum Vestfjörðum m.t.t. lendingar sjúkraflugvéla.
Umræður fóru fram um nauðsyn aukinnar þyrluþjónustu í neyðartilfellum á norðanverðum Vestfjörðum, fremur en aukins sjúkraflugs.

Jafnframt er það krafa nefndarinnar að komið verði upp upphitaðu lendingarsvæði fyrir þyrlu á Ísafjarðarflugvelli, með hliðsjón af öryggissjónarmiðum.

7.Lokunarhlið á vegum vegna ofanflóðahættu - 2020100081

Á fundi almannavarnanefndar þann 14. desember 2020 var kynnt að þegar hættuástand skapast, hefur veginum um Eyrarhlíð og Skutulsfjarðarbraut verið lokað, með gæslu björgunarsveitar og/eða lögreglu, en viðræður hafa verið við Vegagerðina um að setja upp lokunarhlið á hættusvæðum. Á fyrrgreindum fundi kynnti yfirlögregluþjónn að Vegagerðin væri búin að kaupa færanleg lokunarhlið. Í athugun væri hvar og hvernig væri best að staðsetja þau þegar hættuástand skapaðist, og hvar þau yrðu geymd þegar þau væru ekki í notkun. Fól nefndin yfirlögregluþjóni að vinna málið áfram.

Frekari umræður um málið.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, kynnir ný færanleg lokunarhlið sem hægt er að setja niður þegar hættuástand skapast. Hliðin eru auðveld í uppsetningu og hægt er að setja upp blikkandi viðvörunarljós á þau.

Hliðin eru í eigu Vegagerðarinnar og yrðu geymd hjá Vegagerð á Ísafirði og öðrum viðbragðsaðilum eftir atvikum.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?