Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

35. fundur 14. desember 2020 kl. 15:00 - 16:25 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
 • Birgir Gunnarsson formaður
 • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
 • Karl Ingi Vilbergsson aðalmaður
 • Bragi Þór Thoroddsen aðalmaður
 • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
 • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
 • Andri Konráðsson aðalmaður
 • Guðmundur Rafn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristján Rögnvaldur Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Magnús Einar Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Arnar Jónsson slökkviliðsstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Sigurður Arnar Jónsson Slökkviliðsstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Heiðu Hrundar Jack, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 8. desember 2020, þar sem minnt er á að senda inn stefnu nefndanna, en samráðsvefur um aðalskipulag verður opnaður 15. desember 2020.
Heiða H. Jack kynnir gerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar fyrir nefndarmönnum og óskar eftir tillögum og hugmyndum nefndarmanna um málefni almannavarna.

Nefndin felur Sigurði A. Jónssyni, slökkviliðsstjóra, að boða til nefndarfundar í lok janúar, þar sem tillögur nefndarmanna um Aðalskipulag verða ræddar.

Heiða yfirgaf fundinn kl. 15:35.

Gestir

 • Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar - mæting: 15:00

2.Áætlun um daglegt eftirlit á skíðasvæði - 2020100088

Samkvæmt 14. gr. rgl. 636/2009 er rekstraraðila skylt að setja fram áætlun um daglegt eftirlit á skíðasvæðum, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu og skal hún samþykkt af viðkomandi sveitarstjórn að fengnu áliti Veðurstofu Íslands.

Á 33. fundi nefndarinnar, þann 19. október 2019, var Sigurði A. Jónssyni, slökkviliðsstjóra, falið að ljúka við gerð áætlunar fyrir skíðasvæðið á Ísafirði, í samráði við forstöðumann skíðasvæðis og Veðurstofu Íslands, og leggja fyrir nefndina.
Hlynur Kristinsson fer yfir snjóflóðaviðbúnað á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar og drög að áætlun um daglegt eftirlit á skíðasvæðum.

Nefndin felur Hlyni að ljúka við gerð áætlunarinnar og leggja fyrir nefndina. Í kjölfarið yrði hún send íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu, Veðurstofu til umsagnar og til samþykktar í bæjarstjórn.

Hlynur yfirgaf fundinn kl. 15:58.

Gestir

 • Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæða Ísafjarðarbæjar - mæting: 15:40

3.Viðbragðsáætlun í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020100083

Stýrihópur um aðgerðir á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna í janúar 2020 lagði fram tvær tillögur að úrbótum sem snéru að almannavarnarnefnd og lögreglu; annars vegar gerð viðbragðsáætlunar og hins vegar aukna tengingu lögreglu við Flateyri.

Á 33. fundi nefndarinnar þann 19. október 2020 var ákveðið að þörf væri á að fullvinna viðbragðsáætlun vegna ofanflóðahættu á Flateyri til kynningar á íbúafundi sem haldinn yrði í nóvember 2020.
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri, kynnir viðbragðsáætlun vegna ofanflóðahættu á Flateyri.

4.Aðvörunarljós á höfnum Flateyri og Suðureyri - 2020100085

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar 2020 var ákveðið að setja upp viðvörunarljós á höfnunum í bæjunum.

Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri, kynnir viðvörunarljós á höfninni á Flateyri.

Lagt er fyrir starfsmenn nefndarinnar að koma upp upplýsingaskilti við viðvörunarljósið og kanna hvort ljósið sjáist sem skyldi í öllum veðrum.

Nefndin felur Axel Överby að kanna stöðu á viðvörunarljósi á Suðureyri, svo og vefmyndavélar á svæðinu.

5.Varaafl Orkubús Vestfjarða - 2020120025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Halldórs Magnússonar, framkvæmdastjóra veitusviðs Orkubús Vestfjarða, dags. 8. desember 2020, vegna upplýsinga um varaaflsstöðvar á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða eru varaaflsstöðvar OV á Ísafirði, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Bolungarvík ekki á snjóflóðahættusvæði og eru mannaðar með bakvakt allan sólarhringinn. Þá hefur raforkukerfi verið bætt með betri tengingum í Önundarfirði og hringtengingu í gegnum Dýrafjarðargöng.

Þá er áætlað að bæta við varaaflsstöð á Flateyri með gámavél frá Þingeyri á næstunni.

6.Lokunarhlið á vegum vegna ofanflóðahættu - 2020100081

Þegar hættuástand skapast, hefur veginum um Eyrarhlíð og Skutulsfjarðarbraut verið lokað, með gæslu björgunarsveitar og/eða lögreglu. Viðræður hafa verið við Vegagerðina um að setja upp lokunarhlið á hættusvæðum.

Á 33. fundi nefndarinnar þann 19. október 2020 fól nefndin Hlyni Snorrasyni, yfirlögregluþjóni lögreglunnar á Vestfjörðum, að vinna málið áfram.
Hlynur Snorrason kynnti málið fyrir nefndarmönnum og upplýsti að Vegagerðin væri búin að kaupa færanleg lokunarhlið. Í skoðun væri hvar og hvernig væri best að staðsetja þau þegar hættuástand skapaðist, og hvar þau yrðu geymd á þeim tíma þegar þau væru ekki í notkun.

Nefndin fól Hlyni að vinna málið áfram.

7.Lokunarhlið í Súðavík - 2020100086

Þegar hættuástand skapast hefur veginum um Súðavíkurhlíð verið lokað. Þegar lokun ber brátt að geta vegfarendur sem aka norður Ísafjarðardjúp orðið innlyksa í Súðavík. Grípa þarf til aðgerða til aðstoðar vegfarendum.

Á 33. fundi nefndarinnar þann 19. október 2020 var bókað að
Vegagerð muni setja upp skilti á lokunarslám í Súðavík merkt Neyðarlínu 112. Með tilkomu nýs landstengds símanúmers hjá Rauða krossi Íslands getur Neyðarlína 112 aðstoðað vegfarendur við að komast í skjól, með virkjun fjöldahjálparstöðvar RKÍ Súðavík.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, kynnti stöðu málsins, en RKÍ mun aðstoða vegfarendur í Súðavík sem verða innlyksa vegna lokunar vega, og mun fjöldahjálparstöð þá verða opnuð. Þá mun símanúmer Neyðarlínu 112 vera á lokunarslám, en ekki einungis símanúmer upplýsingaþjónustu Vegagerðar 1777.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?