Öldungaráð

9. fundur 16. maí 2018 kl. 15:00 - 15:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Samantekt eldri borgara í Ísafjarðarbæ og félagsleg staða þeirra í dag.
Formaður ræddi um könnun á stöðu eldri borgara í Ísafjarðarbæ, hver félagsleg staða þeirra sé. Formaður leggur til að þetta verði til umfjöllunar hjá næsta öldungaráði.

2.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Skýrsla öldungaráðs lögð fram, hún greinir frá helstu áherslumálum öldungaráðs á tímabilinu sem það hefur starfað.
Skýrslan lögð fram og fylgir með fundargerð. Öldungaráð fagnar því að bygging fjölbýlishúss á Ísafirði sé hafin en leggur áherslu á að einnig sé þörf fyrir stærri íbúðir.

3.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Björn Helgason þakkaði fulltrúum í öldungaráði, sem og starfsfólki, fyrir mjög góð störf fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?