Öldungaráð

8. fundur 07. febrúar 2018 kl. 15:00 - 16:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Gunnlaugsson aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Félagsleg einangrun eldriborgara. - 2016120017

Félagsleg einangrun.
Formaður ræddi um félagslega stöðu eldri borgara í sveitarfélaginu. Umræður fóru fram, m.a. um þörf fyrir tómstundafulltrúa fyrir eldri borgara og stöðu mála í Önundarfirði.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar undir þessum lið.

2.Staða húsbyggingar á Wardstúni. - 2016120017

Staða húsbyggingar á Wardstúni.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar við ráðið og kynnti stöðu húsbyggingar á Wardstúni.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar mætti til fundar undir þessum lið.

3.Heilsueflandi samfélag - 2017070025

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag. Um er að ræða verkefni á vegum embættis landlæknis þar sem lögð er áhersla á vellíðan fyrir alla. Vísað er til andlegrar-, líkamlegrar- og félagslegrar heilsu.
Umræður fóru fram, t.d. um að það kæmi fulltrúi frá öldruðum í stýrihóp fyrir verkefnið.

4.Reglur um heimaþjónustu. - 2016120017

Kynning á nýjum reglum um heimaþjónustu. Sædís María Jónatansdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir og Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir mættu til fundar við ráðið og kynntu nýjar reglur um heimaþjónustu.
Reglurnar kynntar.

5.Hálkuvarnir í sveitarfélaginu. - 2016120017

Rætt um hálkuvarnir í sveitarfélaginu.
Öldungaráð lýsir áhyggjum af ástandinu og felur formanni að leita upplýsinga um hálkuvarnir og kanna leiðir til úrbóta.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?