Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
7. fundur 04. október 2017 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Gunnlaugur Gunnlaugsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað.

1.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Staðan í húsbyggingarmálum á Wardstúni.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundar við öldungaráð og kynnti stöðu mála. Fjármögnun verksins er lokið og reiknað með að framkvæmdir gætu hafist um næstu áramót, 2017/2018. Öldungaráð fagnar því að aukið framboð verði á íbúðum til leigu og kaups í Ísafjarðarbæ.

2.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, kynnti ferli fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018 og með hvaða hætti sveitarfélagið áætlar að koma að málefnum aldraðra. Öldungaráð fagnar framkvæmdum við gangstéttir og göngustíga í Ísafjarðarbæ á árinu 2017 og vonast eftir framhaldi á því. Framkvæmdirnar auðvelda aðgengi fyrir alla. Öldungaráð hvetur jafnframt til þess að framkvæmdum við aðgengi að Félagsbæ á Flateyri verði hraðað eins og kostur er.

3.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Þjónustuíbúðir á Hlíf II.
Umræður fóru fram um þjónustuíbúðir á Hlíf II. Björn Helgason rifjaði upp fyrri bókun öldungaráðs sem varðaði áhyggjur ráðsins af þróun húsnæðismála á Hlíf II. Formaður ræddi við stjórnarmenn úr Húsfélagi Hlífar II um málið en enginn árangur varð af þeim fundi.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?