Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
6. fundur 05. apríl 2017 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Gunnlaugsson aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
  • Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Rætt um húsnæðismál.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þróun húsnæðismála á Hlíf. Skortur er á húsnæði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og því telur öldungaráð bagalegt að íbúðir, sem sérstaklega eru byggðar sem úrræði fyrir eldri borgara, séu nýttar fyrir aðra. Öldungaráð leggur til við húsfélög Hlífar I og II að kannað verði hvort unnt sé að tryggja að íbúðir sem losna verði annað hvort settar á sölu eða á leigumarkað við fyrsta tækifæri.

2.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Rætt um íþrótta- og tómstundamál.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórn til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu t.d. með sérstökum fulltrúa sem sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.

3.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Rætt um kostnað við að að sækja námskeið sem ætluð eru eldri borgurum.
Í ljósi fundar sem fulltrúar frá öldungaráði áttu með fulltrúum frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða leggur Öldungaráð til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framlagi vegna fræðslumála við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?