Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 14. september 2016 kl. 15:00 - 16:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sædís M. Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir og Auður Ólafsdóttir mættu ekki og enginn í þeirra stað.

1.Húsnæðismál eldri borgara. - 2016090034

Björn Helgason, formaður öldungaráðs Ísafjarðarbæjar hóf umræðu um húsnæðismál eldri borgara.
Öldungaráð telur vera markað fyrir hentugt húsnæði fyrir eldri borgara í bæjarfélaginu. Öldungaráð samþykkir að sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og fulltrúum frá Vestfirskum verktökum verði boðið til næsta fundar ráðsins til að ræða möguleika í húsnæðismálum eldri borgara.

2.Heilsuefling. - 2016090035

Formaður opnar umræðu um heilsueflingu í formi hreyfingar, tómstunda og virkni. Hann kallar eftir hugmyndum frá ráðinu varðandi heilsueflingu eldri borgara.
Formaður segir frá því að eldri borgarar hafi komið ábendingum til hans um það að víða séu gangstéttar orðnar lélegar og beinlínis varasamar fyrir eldra fólk. Guðmundur Hagalínsson bendir á að yfir vetrartímann sé aðgengi á gangstéttum á Flateyri ábótavant. Umræður um að sú staða sé einnig í öðrum byggðakjörnum. Frekari umræður um snjómokstur og hálkuvarnir í Ísafjarðarbæ og telur ráðið brýnt að snjómokstri á gangstéttum og götum verði komið í betra horf. Jafnfram urðu umræður um mokstur frá gangstéttum að íbúðarhúsnæði, sem reynist mörgum erfitt og ýmsar hugleiðingar um úrlausnir.

Öldungaráð vill koma því á framfæri við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tryggt verði á komandi vetri að hafa mokstur og hálkuvarnir í lagi svo bæjarbúar alls staðar í bæjarfélaginu komist leiðar sinnar á öruggan hátt. Jafnframt verði gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 að þjónusta verði aukin í mokstri og hálkuvörnum við heimili eldri borgara.

Þá tóku við umræður um íþrótta- og tómstundamál eldri borgara. Guðný Sigríður Þórðardóttir bendir á að hjá Reykjanesbæ sé starfsfólk sem hafi umsjón með tómstundastarfi eldri borgara. Sigríður segir að það fyrirkomulag hafi komið vel út. Ákveðið að fá formann og framkvæmdastjóra HSV til fundar við ráðið.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?