Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1. fundur 20. apríl 2016 kl. 15:00 - 16:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Grétar Þórðarson aðalmaður
  • Björn Helgason aðalmaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Gunnlaugsson aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir boðaði forföll, sem og Magnús Reynir Guðmundsson, Auður Ólafsdóttir, Linda Rós Kristjónsdóttir, Úlfar Ágústsson, Konráð Eggertsson og Smári Haraldsson.

1.Verkefni fyrsta fundar Öldungaráðs - 2016040067

Farið yfir samþykkt um öldungaráð.
Samþykktin lögð fram til kynningar.

2.Verkefni fyrsta fundar Öldungaráðs - 2016040067

Björn Helgason gefur kost á sér til formennsku í öldungaráði. Grétar Þórðarson gefur kost á sér til varaformanns öldungaráðs. Atkvæðum dreift til aðalmanna vegna leynilegrar kosningar. Sex aðalmenn kjósa. Þrír aðalmenn fjarverandi.
Niðurstaða kosningar er eftirfarandi:
Björn Helgason fimm atkvæði til formanns.
Halla Sigurðardóttir eitt atkvæði til formanns.
Grétar Þórðarson þrjú atkvæði til varaformanns.
Gunnlaugur Gunnlaugsson eitt atkvæði til varaformanns.
Guðmundur Hagalínsson eitt atkvæði til varaformanns.
Halla Sigurðardóttir eitt atkvæði til varaformanns.

Björn Helgason er kjörinn formaður með fimm atkvæðum. Grétar Þórðarson er kjörinn varaformaður með þremur atkvæðum.

Birni Helgasyni og Grétari Þórðarsyni er óskað til hamingju með embættin.

3.Verkefni fyrsta fundar Öldungaráðs - 2016040067

Rætt um fundartíma og staðsetningu.
Samþykkt að halda fundi ráðsins í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á miðvikudögum kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?