Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
19. fundur 26. nóvember 2025 kl. 10:30 - 12:10 á skrifstofu velferðarsviðs í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir formaður
  • Þorbjörn Jóhann Sveinsson fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Heiða Björk Ólafsdóttir fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
  • Karitas Maggy Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri
  • Svanlaug Björg Másdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir Sviðstjóri velferðasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lögð fram til kynningar gjaldskrá Ísafjarðarbæjar 2026.
Gjaldskrá lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2026 - 2025090124

Mál tekið inn með afbrigðum. Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 sem snýr að þjónustu velferðarsviðs við aldraða.
Lagt fram til kynningar.
Formaður bar tillöguna upp til atkvæða . Verður málið 2. liður dagskráar. Samþykkt af öllum nefndarmönnum.

3.Öldungaráð - ýmis erindi - 2025090124

Lagt fram erindi frá Karitas Pálsdóttur dagsett 18. nóvember 2025 þar sem óskað er svara við eftirfarandi spurningum.

Hvaða reglur eru um lækkun á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara ?
Hvað hafa margir nýtt sér afsláttinn í ár hjá Ísafjarðarbæ ?
Hefur einhverjum verið hafnað ?

Landsamband eldri borgara héldu ráðstefnu um málefni eldri borgara fyrir stuttu , þar kom fram að eldra fólk verður fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi mikil umræða hefur orðið í þjóðfélaginu vegna þessu máls .
Höfum við einhverjar upplýsingar um stöðuna hjá okkur í bæjarfélaginu?

Jafnframt eru lagt fram minnisblað Hörpu Stefánsdóttur dagsett 18. nóvember 2025 með svörum við fyrirspurn Karitasar Pálsdóttur.
Lagt fram til kynningar. Umræður sköpuðust um málið.

4.Öldungaráð - ýmis erindi - 2025090124

Lagt fram erindi Sigrúnar C. Halldórsdóttur dagsett 12. september 2025 þar sem hún óskar eftir því að kynna ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruðum sem haldið var af Landsambandi eldri borgara þann 16. október 2025. Kynningunni var frestað á fundi öldungarráðs þann 25. september 2025.
Lagt fram til kynningar. Rætt um ráðstefnu Landssambands eldri borgara þar sem fjallað var um ofbeldi, líkamlegu og andlegu gagnvart öldruðum. Öldungaráð fagnar samvinnu á milli velferðarsviðs og lögreglu í ofbeldismálum í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð vill jafnframt hvetja til þess að komið verði á réttindagæslu fyrir aldrað fólk.

5.Öldungaráð - ýmis erindi - 2025090124

Lögð fram fyrirspurn frá Sigrúnu C. Halldórsdóttur dags. 09. september 2025 þar sem hún óskar upplýsingum um stöðuna á verkefninu Gott að eldast en erindinu var frestað á fundi öldungaráðs þann 25. september 2025.
Lagt fram til kynningar. Ekki verður um framlag vegna stöðugildis tengiráðgjafa að ræða á árinu 2026 af hálfu ráðuneytis. Ráðið vonast til að verkefninu verði fram haldið og áfram unnið að eflingu þjónustu við eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?