Öldungaráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Öldungaráð - ýmis erindi - 2025090124
Lagt fram erindi frá Karitas Pálsdóttur dagsett 19. september 2025. Þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðuna á fjórðu hæð Hlífar 1, stöðu biðlista eftir leiguíbúðum á Hlíf, stöðu á biðlista eftir hjúkrunarheimilinu Eyri og hver staðan sé á þjónustu eldri borgara á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Jafnframt eru lögð fram minnisblöð Hörpu Stefánsdóttir dagsett 19. september 2025 með svörum við þessum fyrirspurnum.
Öldungaráð þakkar fyrir ítarleg og góð svör.
2.Öldungaráð - ýmis erindi - 2025090124
Lagt fram erindi Sigrúnar C. Halldórsdóttur dagsett 12. september 2025 þar sem hún óskar eftir að kynna ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruðum sem haldið verður af Landssambandi eldri borgara.
Málinu frestað til næsta fundar.
3.Gott að eldast - Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar á Vestfjörðum - 2023070045
Lögð fram fyrirspurn frá Sigrúnu C. Halldórsdóttur dags. 9. september 2025, þar sem hún óskar eftir upplýsingum um stöðuna á verkefninu Gott að eldast.
Erindinu frestað til næsta fundar.
Margrét Geirsdóttir vék af fundi kl. 11:30.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?