Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
12. fundur 06. mars 2022 kl. 14:30 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir formaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
  • Heiða Björk Ólafsdóttir fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um öldungaráð - 2022030030

Lögð fram til kynningar ný samþykkt um öldungaráð. Helstu breytingar eru að nú er seta í öldungaráði launuð og bæjarstjórn velur formann öldungaráðs. Jafnframt hefur skipan í öldungaráð breyst, fækkað hefur verið í ráðinu á grundvelli breyttra laga um málefni aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

2.Kosning varaformanns - 2022030031

Kosning varaformanns.
Ráðið samþykkir að Guðný Sigríður Þórðardóttir verði varaformaður öldungaráðs.

3.Húsnæðismál aldraðra - 2022030032

Umræða um húsnæðismál aldraðra.
Rætt um húsnæðismál, almennt, og því fagnað að tíu rýmum verði bætt við hjúkrunarheimilið Eyri. Öldungaráð væntir aðkomu að ákvörðun um staðsetningu rýmanna.

4.Félags- og tómstundamál aldraðra - 2022030033

Til stóð að Esther Ósk Arnórsdóttir og Harpa Stefánsdóttir mættu til fundar við öldungaráð til þess að ræða félags- og tómstundamál aldraðra.
Málinu er frestað til næsta fundar.

5.Bókun Í-lista um vinnuhóp - 2022030034

Bókun Í-lista um vinnuhóp frá 481. fundi bæjarstjórnar lögð fram.
Öldungaráð mun mæta til fundar við velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar þar sem tillagan verður rædd.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?