Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
11. fundur 13. nóvember 2019 kl. 14:30 - 16:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir aðalmaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla S Sigurðardóttir aðalmaður
  • Smári Haraldsson aðalmaður
  • Guðbjartur Bergur Torfason aðalmaður
  • Grétar Þórðarson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
  • Guðmundur Björn Hagalínsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.Kynning á stöðu lýðheilsumála - 2019020012

Mættar til fundar við öldungaráð þær Stefanía Ásmundsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir en þær eru í starfshópi um lýðheilsumál í Ísafjarðarbæ.
Rætt um lýðheilsumál í sveitarfélaginu, m.a. þjónustu við eldri borgara. Rætt um Janus-heilsueflingu og mögulegan kostnað af þátttöku í slíku verkefni. Sigríður Lára segir að HSV geti vel komið að svona verkefni, þar sé mannauður til staðar sem vel geti boðið upp á og haldið utan um slíka þjónustu. Öldungaráð tekur vel í þessa tillögu og leggur til að þessari þjónustu verði komið á í samvinnu aðila í sveitarfélaginu. Rætt um nauðsyn þess að náð verði til allra sem væri hægt að bjóða aðild. Vel þyrfti að kynna svona verkefni og fá aðila sem gæti haldið utan um verkefnið. Magnús Reynir segir ekki koma til greina að kaupa slíkt verkefni af Janusi-heilsueflingu með ærnum tilkostnaði þegar næg þekking er í heimahéraði til þess að stýra heilsueflandi verkefni. Formaður hvetur starfshópinn sem sinnir heilsueflandi samfélagi að halda áfram með verkefnið og kostnaðargreina það. Guðríður spyr hvort öldungaráð hafi fleiri hugmyndir um heilsueflandi úrræði fyrir eldri borgara. Jafnframt rætt um að það þurfi að nálgast alla, sextíu ára og eldri, í sveitarfélaginu.

2.Greiðslur fyrir setu í öldungaráði - 2019020012

Lagt fram bréf frá Ísafjarðarbæ dags. 20. maí 2019 þar sem ósk um greiðslur fyrir setu í öldungaráði er hafnað.
Öldungaráð harmar afstöðu Ísafjarðarbæjar til erindisins og bendir á að meirihluti sveitarfélaga á Íslandi greiðir fulltrúum fyrir setu í öldungaráði. Öldungaráð ítrekar beiðni sína um greiðslur fyrir setu í ráðinu, líkt og aðrar nefndir fá, og vísar í bréf sitt til bæjarráðs dags. 14. maí 2019. Hér á jafnræðisregla að gilda og telur ráðið að túlkun Sambands Íslenskra sveitarfélaga um að öldungaráðin séu samráðsvettvangur eigi ekki lengur við eftir að breyting varð á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, 6. gr., að öldungaráð eru nú skipuð samkvæmt lögum.

3.Breytingar í þjónustu við aldraða - 2019020012

Kynntar tillögur að breytingum í þjónustu við aldraða.
Sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti tillögur um breytingar í öldrunarþjónustu. Magnús Reynir kallar eftir samantekt um þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?