Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu

7. fundur 08. mars 2018 kl. 15:00 - 17:01 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Páll Eydal aðalmaður
  • Guðmundur R Björgvinsson varamaður
  • Áslaug Jóhanna Jensdóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Skýrsla nefndar um íbúalýðræði - 2014080062

Kynnt eru drög að skýrslu nefndarinnar um störf hennar á starfstímabilinu.
Farið var yfir drög að skýrslu um störf nefndarinnar og settar fram tillögur að úrbótum á skýrslunni. Nefndarmönnum og starfsmanni falið að vinna áfram að skýrslunni og leggja hana fyrir nefndina að nýju.

2.Tillögur nefndar að úrbótum - 2014080062

Tillögur nefndarinnar til bæjarstjórnar að úrbótum í íbúalýðræðismálum.
Nefndin vann að drögum að tillögum sínum til bæjarstjórnar. Nefndarmenn munu vinna áfram að tillögunum fram að næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:01.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?