Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 21. janúar 2026 kl. 14:00 - 15:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir
    Aðalmaður: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
  • Helga Sigfríður Snorradóttir
    Aðalmaður: Guðbjörg Halla Magnadóttir
  • Þröstur Jóhannesson
  • Axel Rodriguez Överby
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131

Lagt fyrir minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. janúar 2026 varðandi frumgreiningu á húsnæðisþörf Grunnskólans á Ísafirði.
Frumgreining sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs gefur tilefni til að skoða heildarnýtingu skólahúsnæðis bæði með það að markmiði að nýta núverandi húsnæði skólans betur og að meta mögulega framtíðarstækkun.

Nefndin felur starfsmanni að kanna þjónustu fagaðila til að framkvæma markvissa greiningu á nýtingu viðbygginga og tengirýma með það að markmiði að hámarka nýtingu rýma skólans og leggja fram kosti á næsta fundi. Starfsmanni einnig falið að ræða við húseigendur annarra kosta varðandi mögulega stækkun á grunnskólanum.

2.Húsnæðisþörf leikskóla í Skutulsfirði - 2026010244

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 19. janúar 2025 varðandi húsnæðisþörf leikskóla í Skutulsfirði.
Nefndin felur starfsmanni að taka saman stöðuna á fjölda barna sem hefja leikskólagöngu á leikskólum á Ísafirði á skólaárinu 2026-2027 og hversu mörg fara í grunnskóla til að meta þörfina á skólahúsnæði til skamms tíma.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?