Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1. fundur 17. desember 2025 kl. 14:00 - 15:00 í fundarherbergi Vestfjarðarstofu
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
  • Guðbjörg Halla Magnadóttir
  • Þröstur Jóhannesson
  • Hafdís Gunnarsdóttir
  • Axel Rodriguez Överby
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Sólborg, og Svava Rán Valgeirsdóttir, leikskólastjóri á Tjarnarbæ, sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar.

1.Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði - 2025120103

Lagt fyrir erindisbréf nefndar.
Erindisbréf lagt fram. Lögð fram tillaga um að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri, verði formaður nefndarinnar. Samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Fastur fundartími nefndarinnar verður á miðvikudögum kl.14:00.

2.Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131

Lögð fram greining Verkís um stækkun Grunnskólans á Ísafirði, Mat á húsnæðisþörf og mögulegar lausnir, dags. 18. ágúst 2025. Jafnframt lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um helstu niðurstöður fyrrnefndar greiningar Verkís dags. 26. ágúst 2025.
Nefndin felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar um mögulega stækkun á leikskólum í Skutulsfirði og hvað það myndi rúma mörg börn. Jafnframt taka saman gögn um fjölda barna í grunnskóla og stærð lóðar. Einnig að rýna valkostagreiningu skýrslu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?