Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Suðurtangi 1- Lóð slökkvistöðvar - 2025030202
Lögð fram fundargerð 7. verkfundar, dags. 18. des. 2025, vegna hreinsunar lóðar við Suðurtanga 1.
Lagt fram til kynningar.
2.Ný slökkvistöð - Hönnun og útboð - 2024120087
Lagðir fram aðaluppdrættir frá Glóru ehf., ásamt skráningartöflu vegna hönnunar slökkvistöðvar á Ísafirði.
Nefnd um byggingu slökkvistöðvar samþykkir að mannvirki verði fært sem nemur einu innkeyrslubili nær Húsasmiðju, frá Suðurtanga.
Nefndin felur starfsmanni nefndar að sækja um byggingarleyfi, við það hefst rýni byggingarfulltrúa, sem gefa upplýsingar um lagfæringar á lokagögnum.
Einnig felur nefndin starfsmanni að óska eftir fagaðila til að gera plötupróf, vegna púða. Að loknu plötuprófi verði hafin vinna, við hönnun burðarvirkisuppdrátta sem snúa að sökklum, plötu og lögnum.
Einnig að hafin verði vinna við útboðsgögn vegna sökkla, plötu og lagna.
Nefndin felur starfsmanni nefndar að sækja um byggingarleyfi, við það hefst rýni byggingarfulltrúa, sem gefa upplýsingar um lagfæringar á lokagögnum.
Einnig felur nefndin starfsmanni að óska eftir fagaðila til að gera plötupróf, vegna púða. Að loknu plötuprófi verði hafin vinna, við hönnun burðarvirkisuppdrátta sem snúa að sökklum, plötu og lögnum.
Einnig að hafin verði vinna við útboðsgögn vegna sökkla, plötu og lagna.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?