Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ný slökkvistöð - Hönnun og útboð - 2024120087
Kynnt kostnaðarmódel frá Glóru ehf., fyrir nýja slökkvistöð, skipt niður á ársfjórðunga árin 2026, 2027 og 2028. Kostnaði er skipt upp í tvö kostnaðarlíkön annars vegar tvö ár og hins vegar þrjú ár. Einnig er kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axel Rodriguez Överby, dags. 18. nóvember 2025.
Meirihluti nefndar leggur til við bæjarráð að framkvæmdatími nýrrar slökkvistöðvar verði þrjú ár. Og dreifing kostnaðar verði skipt niður á ársfjórðunga árin 2026, 2027 og 2028, í samræmi við kynningu og minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. nóvember sl. Fulltrúar slökkviliðs Ísafjarðarbæjar í nefndinni telja að sá framkvæmdatími sé langur í ljósi þessa alvarlegu stöðu sem húsnæðismál slökkviliðs er í, og leggja til að framkvæmdatíminn verði tvö ár.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?