Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Guðmundur Þórðarsson frá Glóru mætir á fund kl. 08:20
1.Ný slökkvistöð - Hönnun og útboð - 2024120087
Lagður fram tölvupóstur frá Glóru með frumhönnunargögnum fyrir slökkvistöð á Suðurtanga. Fulltrúi frá Glóru mun mæta á fundinn og kynna gögnin ásamt því að taka við áliti nefndarinnar.
Nefndin óskar eftir frumkostnaðaráætlun miðað við fyrirliggjandi hönnunargögn og að frumdrög verði uppfærð í takt við framvindu verks.
Guðmundur Þórðarson frá Glóru vék af fundi kl. 09:00
2.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2025040163
Erindi frá formanni sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dags. 25.09.2025, þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um möguleg makaskipti á húsnæði, lagt fram og vísað til nefndar til umfjöllunar.
Önnur starfsemi á ekki heima í slökkvistöðinni enda skal ekki fara fram önnur starfsemi en sú sem tilheyrir slökkviliðinu samkvæmt 18. grein reglugerðar um starfsemi slökkviliða (747/2018).
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?