Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
4. fundur 19. júní 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Ingi Guðbjörnsson aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
  • Hermann G Hermannsson varamaður
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Sviðsstjóri Umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Suðurtangi 1- Sýnatökur og mælingar - 2025030202

Lagt fram minnisblað Erlu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Margrétar Traustadóttir f.h. Verkís, dags. 12. júní sl., Þar sem lagt er til að farið verði í frekari sýnatökur. Á lóðinni Suðurtangi 1
Minnisblað lagt fram til kynningar, sviðsstjóri kynnti tillögur Verkís og breytingar á sýnatökustöðum, að sýnin yrðu tekin meira inn á byggingarreit.

2.Suðurtangi 1- Útboðsgögn hreinsun lóðar - 2025030202

Kynnt útboðsgögn og kostnaðaráætlun frá Verkís ehf. vegna hreinsunar lóðar við Suðurtanga 1. Þó eru varnaglar með hliðsjón af stærð húss og umfangi verks.



Ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. júní.
Nefnd um byggingu slökkvistöðvar heimilar sviðsstjóra að bjóða verk með fyrirvörum, sem settir eru fram í minnisblaði, með mánaðar tíma í auglýsingu.

3.Suðurtangi 1- Lóð slökkvistöðvar - 2025030202

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 19. júní, þar sem lagt er til að farið verði í verðkönnun á hönnun mannvirkis
Nefndin heimilar sviðsstjóra að hefja verðkönnun á vinnu við aðaluppdrætti, næsti fundur nefndar er ákveðin 25. júlí næstkomandi kl. 08:15
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?