Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Suðurtangi 1- Sýnatökur og mælingar - 2025030202
Lagt fram minnisblað Erlu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Margrétar Traustadóttir f.h. Verkís, dags. 12. júní sl., Þar sem lagt er til að farið verði í frekari sýnatökur. Á lóðinni Suðurtangi 1
Minnisblað lagt fram til kynningar, sviðsstjóri kynnti tillögur Verkís og breytingar á sýnatökustöðum, að sýnin yrðu tekin meira inn á byggingarreit.
2.Suðurtangi 1- Útboðsgögn hreinsun lóðar - 2025030202
Kynnt útboðsgögn og kostnaðaráætlun frá Verkís ehf. vegna hreinsunar lóðar við Suðurtanga 1. Þó eru varnaglar með hliðsjón af stærð húss og umfangi verks.
Ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. júní.
Ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. júní.
Nefnd um byggingu slökkvistöðvar heimilar sviðsstjóra að bjóða verk með fyrirvörum, sem settir eru fram í minnisblaði, með mánaðar tíma í auglýsingu.
3.Suðurtangi 1- Lóð slökkvistöðvar - 2025030202
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 19. júní, þar sem lagt er til að farið verði í verðkönnun á hönnun mannvirkis
Nefndin heimilar sviðsstjóra að hefja verðkönnun á vinnu við aðaluppdrætti, næsti fundur nefndar er ákveðin 25. júlí næstkomandi kl. 08:15
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?