Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2025040163
Lögð fram til kynningar þarfagreining slökkviliðsins, ásamt greinargerð um núverandi stærð og aðstöðu slökkvistöðvarinnar og yfirlit yfir tækjabúnað liðsins.
2.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2025040163
Lögð fram til kynningar skýrsla Verkís, dagsett í desember 2021, um staðarvalsgreiningu á slökkvistöð í Ísafjarðarbæ þar sem teknar eru til skoðunar mismunandi staðsetningar með hliðsjón af viðbragðstíma aðgengi og öðrum þáttum sem snúa að starfsemi slökkviliðs
Skýrslan lögð fram og kynnt á fundinum. Umræður fóru fram og voru helstu atriði hennar rædd. Nefndin vill vekja athygli á því að áætluð staðsetning á Suðurtanga getur á álagstímum skemmtiferðaskipa verið óhentug meðal annars vegna óvarinnar umferðar.
Fundi slitið - kl. 11:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Nefndin leggur áherslu á að ný slökkvistöð verði hönnuð og byggð með hliðsjón af langtímaþörfum og þróun þjónustusvæðis, í samræmi við núverandi og framtíðarsvæðisskipulag. Mikilvægt er að tryggja að mannvirkið þjóni hlutverki sínu í áratugi og rúmi bæði núverandi starfsemi og mögulega stækkun, auk þess sem tekið sé mið af því að tækjafloti slökkviliðsins muni stækka í framtíðinni vegna aukinna umsvifa í sveitarfélaginu.
Starfsmanni nefndar er falið að kostnaðarmeta og rýna þá stærð og aðstöðu sem kemur fram í þarfagreiningu slökkviliðsins
08:40 Þorkell og Sveinn yfirgefa fund vegna útkalls. Fundi frestað
10:24 Þorkell og Sveinn mæta á fund. Fundi hefst